Guðbjörg og Karlotta bæta við sig ári.

Þá er helgin liðin í mestu rólegheitum. Ég skrapp reyndar í bæinn í saumaklúbb á laugardaginn. Það er munur að fara á milli núna þegar allt er autt og frostlaust.
Helgin fór svo að öðru leyti í að borða góðan mat og láta sér líða vel, skrifa nokkur bréf og leita að saumavél fyrir bútasauminn á netinu. Gamla vélin mín, þessi sem ég keypti 16 ára og saumaði á öll mín föt árum saman er sem sagt orðin afskaplega þreytt og vill helst vera laus við bútasauminn, hjakkar bara í sama farinu og vill ekki meira. Ég varð nú ástfangin af saumavél sem var verið að kynna hérna fyrir helgina. Tölvustýrð og brunaði áfram með öll hugsanleg spor en verðið var nú ekki alveg það sem ég hafði hugsað mér svo ég ákvað, í ljósi þess að nú er dollarinn svo lágur að prufa að panta á netinu. Ég er samt enn að leita, því þetta þarf auðvitað eins og annað, að skoða mjög vel. Verra væri að kaupa köttinn í sekknum.

——————–

Þær mæðgur áttu báðar afmæli um helgina. Karlotta þann 19. og Guðbjörg þann 20. mars. Eins og gjarnan er á afmælisdögum þá voru þær að heiman svo þær bíða með afmæliskaffið fram að næstu helgi.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Guðbjörg og Karlotta bæta við sig ári.

  1. Þórunn says:

    Mikið er gaman að sjá að þú ert komin með mynd í dagbókina, til hamingju með það. Þetta er aldeilis flott mynd.

  2. Ragna says:

    Já, Þórunn mín ég get sett inn myndir með copy og paste en Sigurrós ætlar síðan að kenna mér varanlegri aðferð því mér skilst að ef breytt er í albúmi sem mynd er tekin úr á þennan hátt þá detti hún út úr blogginu. En hvað um það þessi puntar alla vega í dag.

Skildu eftir svar