Nýjustu kökuuppskriftirnar.

Þar sem ég hef verið ein í kotinu síðustu daga þá ákvað ég nú að reyna að vera svolítið myndarleg og baka eitthvað til páskanna. Ég átti nokkrar uppskriftir sem ég hef ekki prufað áður og fannst tilvalið að nota tækifærið og baka þær. Ég byrjaði á því að baka Biscotti sem er bara alveg skuggalega gott. Ég þurfti að beita sjálfa mig hvílíkum fortölum til að láta staðar numið við að smakka og smakka meira og meira. Síðan bakaði ég Heilsubrauð Eddu Garðars sem er líka mjög gott og ótrúlega einfalt, enginn sykur og ekkert pressuger. Ég átti reyndar ekki graskersfræ til að setja í brauðið og fann það ekki í búðunum áðan, en ég hugsa að það gefi meira bragð. Nú er ég að baka Eplamarengstertu sem ég ætla ekki að smakka á strax en hún lítur bara vel út. Þetta eru sem sagt nýjustu uppskriftirnar á vefnum mínum.

Það er svo hlýtt núna að mér ætti að vera óhætt að fara aðeins í göngutúr, hef bara lokaðan munninn. Mér veitir nefnilega ekki af að ganga af mér það sem ég er búin að láta ofan í mig í dag.

Bakstur er sem sagt stórhættulegt fyrirbæri 🙁

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Nýjustu kökuuppskriftirnar.

  1. Þórunn says:

    Þesar uppskriftir hljóm vel, sennilega væri heppilegast að lesa þær bara en baka ekki, en það er nú í lagi að smakka stöku sinnum.

  2. Anna Sigga says:

    Nammmmmm
    Dugleg ertu Ragna mín!!! Maður fær bara vatn í munninn. Gleðilega páska!!!

  3. Nammi uppskriftir
    Hitti ég aldeilis á góðar uppskriftir, er orðin aldeilis leið á mínum gömlu. Þessi eplamarens er mjög girnilegur, verð bara að prófa. Gaman að kíkja til þín eins og venjulega, orðið bara ansi langt síðan! Bestu kveðjur, Gurrý

Skildu eftir svar