Galdralæknir óskast!

Þá eru ferðalangarnir komnir heim úr norðurferðinni. Alltaf jafn gott þegar allir koma heilir heim.

Guðbjörg sótti mig eftir hádegið í dag og við fórum saman í Bónus að versla. Svo var mér boðið í mat í Grundartjörnina í kvöld og fékk þennan líka fína kjúklingarétt og kaffið sem MMM lagaði á eftir var sko ekki af verri endanum.

Annars er ég búin að drekka einhver ósköp af Galdrasafa nöfnu minnar á Akureyri, í dag og eftir að ég kom heim í kvöld, í þeirri von að röddin fari eitthvað að koma. Já ég er ennþá alveg raddlaus. Mér fannst ég vera aðeins að fá röddina um síðustu helgi en svo versnaði allt aftur.

Ef Galdrasafinn virkar ekki þá óska ég eftir Galdralækni, ef einhver lumar á einum slíkum.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Galdralæknir óskast!

  1. Þórunn says:

    Ég segi eins og Svíakóngur, ef ég væri kóngur í ævintýri og gæti allt, mundi ég gefa þér röddina aftur. En þar sem ég er bara rétt og slétt bóndakona í Portúgal, kann ég engan galdur en vona að þetta fari nú að ganga yfir. Þetta gengur ekki að vera svona raddlaus lengi.
    Páskakveðjur með von um skjótan bata. Þórunn og Palli

  2. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Þórunn mín. Ég efast ekki um að þú myndir galdra mig fríska ef þú ættir galdrastaf.
    Kær kveðja,

Skildu eftir svar