Aftur vetrarmyndir

Eins og þessi mynd sýnir þá brá okkur heldur betur í brún í fyrradag þegar við litum út, þ.e.a.s.við gátum ekki litið út því það var svo mikill samanþjappaður snjór á gluggunum fyrst um morguninn. En daginn áður sat ég hinsvegar í lengri tíma í glampandi sól hérna úti á pallinum í svona sumarfíling.

En við þessu er auðvitað ekkert að gera því þetta er bara ÍSLAND Í DAG og eins og myndirnar sem ég var að setja í albúmið sýna þá er bara um að gera að hafa gaman af. .

Haukur var í það minnsta ekki lengi að spenna á sig gönguskíðin og bruna af stað eftir göngustígunum hérna í Fosslandinu.
Í gær fórum við svo í Þrastaskóg og ætluðum í göngutúr í góða veðrinu sem þá var komið, en maður sökk bara upp að hnjám í snjóinn svo það varð lítið úr göngutúrnum en það er alltaf svo fallegt við Þrastarlund.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Aftur vetrarmyndir

  1. Þórunn says:

    Vetrarmyndir
    Það er sannarlega erfitt að trúa því að veturinn hafa komið aftur til ykkar, en myndirnar sýna það ótvírætt. En óneitanlega eru þetta fallegar myndir og tala sínu máli.

  2. Eftir vetur hlýtur að koma vor!!
    Er þetta endalaust hjá ykkur þarna heima? Gaman að sjá myndirnar. En eftir öllu að dæma þá breytist nú veðrið fljótlega, maður man nú eftir öllum veðrum og árstíðum sama daginn! Kveðja úr blíðunni 😉 Gurrý

Skildu eftir svar