Gunguskapur og afmælisveisla.

Ég vil byrja á því að óska Magnúsi Má til hamingju með afmælið í dag og þakka honum fyrir afmæliskaffið og allt fíneríið.
Ég átti nú að vera í tveimur veislum, annarri um hádegið í Reykjavík og síðan hjá MMM síðdegis.

Já ég átti að vera í saumaklúbb um hádegið, en gunguskapurinn var svo mikill eftir hremmingar okkar Hauks um daginn þegar margra bíla áreksturinn varð, að ég þorði ekki í bæinn eftir að hafa skoðað á netinu færð og veður. Á netmyndavélunum á Hellisheiðinni var greinilega krapi á veginum og það var merkt hálka. Spáin fyrir daginn var hiti um frostmark en það getur þýtt hálku, hvassviðri, rigning og/eða éljagangur. Sem sagt alveg nóg til þess að konan með litla hjartað, á litla bílnum þorði ekki yfir Hellisheiðina.

En spáin gekk alls ekki eftir í þetta sinn og hefur verið hið besta veður hér eftir hádegið og er enn.

10.4. kl. 09.30. Smá viðbót.

Veðurspáin gekk nú reyndar eftir en hún var bara seinni á ferðinni en reiknað var með. Í gærkvöldi byrjaði sem sé að snjóa og snjóaði fram eftir nóttu svo nú er bara að moka, moka,moka meiri snjó.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Gunguskapur og afmælisveisla.

  1. Magnús Már says:

    Þakkir
    Þakka afmæliskveðjurnar. Mér þótti það ekki verra að þú skyldir mæta í kaffið til mín þótt ég hlakki að sjálfsögðu ekki yfir því að þú skyldir ekki hitta vinkonur þínar. Það er hins vegar hygginna manna háttur að taka mark á veðurspám þó þær að vísu rætist ekki alltaf.

Skildu eftir svar