AFMÆLI -LEIKHÚSFERÐ.

Þá er nú helgin liðin með pompi og prakt. Það var í nógu að snúast þó veðrið væri vont og kaupið lágt. Við fórum í barnaafmæli því Leonóra afastelpan hans Hauks varð fjögurra ára og svo fórum við á sunnudagskvöldið í Borgarleikhúsið og sáum Hýbýli vindanna. Þetta er mjög drungalegt verk, enda svo sem ekki við öðru að búast því efnið er nú ekki beint upplífgandi og gæfi líklega ekki rétta mynd ef það hefði verið sett upp í annan búning. Sérstaklega fannst okkur fyrri helmingur verksins óskaplega langdreginn og fáar setningar sagðar í beinu samhengi. En sviðsmyndin var einstaklega vel útfærð og smekkleg eins einföld og hún annars var. Ég hef heyrt um fólk sem hefur farið heim í hléi en ég er fegin að ég gerði það ekki því að þegar á heildina er litið þá skilur þetta auðvitað mikið eftir sig og er þess virði að sjá þó drungalegt og langt sé.
Við ókum svo heim aftur í ausandi rigningu og hvassviðri, þ.e.a.s. þangað til við vorum komin niður Kambana þá voru bara þurrar göturnar og ágætis veður. það er ekki að spyrja að því hvað nýja heimabyggðin tekur vel á móti manni þó maður hafi lent í barningi á heiðinni.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to AFMÆLI -LEIKHÚSFERÐ.

  1. afi says:

    svefnstund
    Vinur minn einn sem sækir leikhúsin stíft sagði afa að hann hefði verið í mestu erfiðleikum að halda frúnni vakandi undir þessari sýningu, sífellt að hnippa í hana.
    Í framhjáhlaupi, afi á tvær spólur með riverdansi og einn cd með slíkri tónlist.
    Sérlega skemmtilegt. Viltu fá þær lánaðar?

  2. Ragna says:

    Riverdansinn
    Takk fyrir, ég er sko alveg til í það ef „afi og amma“ bregða sér austur yfir fjall og koma með þær í Sóltúnið og fá kaffisopa í staðinn.

  3. Anna Sigga says:

    Gleðilegt sumar!
    Bið líka að heilsa öllum! 🙂

Skildu eftir svar