Mikið að gera

Það er mikið hjá mér að gera í þessari viku svo næsta blogg kemur líklega ekki fyrr en um eða eftir helgi. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í dag þegar við Haukur fórum með Karlottu og Odd í Sælukot.

Hér er afi að benda á farfuglana sem voru að koma sér fyrir á eyri í Rangánni.

Kær kveðja,

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Mikið að gera

  1. Sigurrós says:

    Sælukotið sæla!
    Ó, hvað ég hefði þegið það að vera með ykkur þarna í dag! Sælukot er alltaf sælureitur 🙂
    Ég var að hugsa það hvað þetta er breytt frá því ég var lítil – þegar við fórum í bústaðinn í „gamla daga“ þá fannst mér það alltaf taka næstum allan daginn að komast þangað. Nú eru vegir og bílar hins vegar betri, tímaskynið er orðið raunhæfara plús það að þið búið nær bústaðnum en við gerðum áður svo að nú er hægt að fara í „skreppitúr“ í Sælukot eftir skóla… 🙂

  2. afi says:

    Er ekki ljúft að eiga sitt eigið sæluríki og sælureit.

  3. Þórunn says:

    Sæla í sveitinni
    Þetta er alveg ekta afa mynd, eitthvað svo notaleg. Það er gott að eiga Sælikot ásamt afa og ömmu til að njóta sælustunda með.

Skildu eftir svar