Rut í heimsókn og bíóferð.

Ég hef verið að stússa við hitt og þetta, þvo og strauja og svona ýmislegt sem fylgir því að vera að koma heim úr fríi. Rut kom í heimsókn í dag. Hún kom um hádegið í „brunch“ ( já, maður er ennþá svo enskur í tali, en það jafnar sig nú vonandi fljótlega 🙂  )  Það er alltaf svo gaman að hitta Rut. Hún er búin að vera úti á Borgundarhólmii og hún færði mér stóra trégrímu sem mamma hennar og pabbi höfðu keypt á ferð sinni með Dórunni. Aftaná grímunni stendur „Verndarinn“.  Ég á eftir að finna henni stað. Mest langar mig til að setja hana út á veröndina en ég veit bara ekki hvort hún þolir að það rigni á hana, ég þarf að athuga það betur. Seinni partinn þegar Rut var farin ákváðum við Guðbjörg að skella okkur í bæinn. Guðbjörg þurfti að fara í IKEA svo við gerðum það og fórum síðan til Sigurrósar. Við ákváðum síðan að við þrjár færum í bíó til að sjá einhverja rómantíska konumynd. Fyrir valinu varð What a girl wants sem er mjög skemmtileg. Það er svo langt síðan við þrjár höfum farið saman í bíó.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar