Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Haukur, …

Það eru ekki margir dagar á milli maí- afmælisbarnanna. Nú er það hann Haukur minn sem fær afmæliskveðju dagsins. Hann fær nú ekki tertuna fyrr en um helgi. Það er nefnilega svona þegar verið er að skipta sér á vöktum á milli tveggja kvenna. Núna er það sem sé Ál-frúin sem hefur hann hjá sér og ég er efins um að hún gefi honum tertu, lætur hann bara puða á afmælisdaginn. Ég ætla hinsvegar að lokka hann til mín um helgina og gefa honum eitthvert góðgæti. Hann kann að meta það, og það sést á myndinni hvað það er sem gerir hann svona hamingjusaman á svipinn.

Hjartanlega til hamingju Haukur minn!

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Haukur, …

  1. Edda systir says:

    Til hamingju
    Til hamingju með hann Hauk þinn og til hamingju Haukur! Það er alveg merkilegt hvað hann heldur sér grönnum með öllum þessum kræsingum!!

  2. Anna Sigga says:

    Til hamingju!
    Já, innilega til hamingju með manninn! Farið vel með ykkur!!!

  3. Þórunn says:

    Hamingjuóskir
    Innilegar hamingjuóskir til ykkar í Sóltúninu frá okkur í Austurkoti.
    Njótið vel veitinganna og hvors annars um helgina. Þórunn

  4. Sigurrós says:

    Til hamingju! 🙂
    Bestu hamingjuóskir héðan úr Kópavoginum 🙂 Ég ætla að koma á sunnudaginn í heimsókn ef ég verð orðin eitthvað heilsuhraustari.
    Kvveðja, Sigurrós

  5. afi says:

    Til hamingju bæði. Það væri hægt að lokka, jafnvel fíl hvert sem er með þessari girnilegu tertu.

  6. Hulla says:

    Mikid ótrúlega áttu myndarlegann mann Ragna mín. Til lukku med hann. Hafi tid tad gott og smelltu einum kossi á kallinn. Kedja frá öllum hédan. Hulla og co

  7. Ragna says:

    Já Hulla mín, satt segirðu.
    Pabbi þinn fær kossinn um leið og hann skilar sér um helgina. Hann er búinn að fá svo margar kveðjur að líklega tekur það langt fram á kvöld að skila öllum kossunum. Skilaðu góðri kveðju til Danaveldis.

Skildu eftir svar