Sigurrós Gæsuð- !!!

Jæja, þá er ég í fyrsta skipti á ævinni búin að upplifa það að fara í gæsapartý. Reyndar var nú mesta húllumhæið búið þegar við Guðbjörg mættum í matinn á Italíu í kvöld, en það var óskaplega gaman að fá að koma og hitta aftur vinkonurnar hennar Sigurrósar. Tvær þeirra síðan í barnaskóla, þær Stefu og Önnu og Elísabetu sem hún vann með á TerraNova og síðan vinkonurnar úr MR og loks úr Kennaraháskólanum. Þær stöllur höfðu komið Sigurrós algjörlega á óvart með því að sækja hana upp úr hádegi og voru svo búnar að vera í allan dag að sprella með hana. Hún á nú örugglega eftir að setja þetta inn á vefinn sinn á morgun. Myndin er af einu verkefninu sem henni var falið, en það var að dansa magadans, á korseletti, í Smáralindinni. Eins gott að mamma var ekki á staðnum.

Vinkonurnar sögðu að hún hefði tekið þátt í þessu af mikilli innlifun og allt hefði tekist mjög vel. Ég set hérna að gamni brot úr dagskránni sem farið var eftir í dag.

… kl. 16:00 Allar fara saman í Smáralindina. Þær sem eru á bíl keyra hinar þannig að tíminn nýtist betur. Þar er farið með Sigurrós inn á salerni þar sem hún er látin afklæðast og sett í nýjan búning. Það verður korselett með sokkaböndum, læra-neta-sokkar og þröngt minipils. Hún fær að sjálfsögðu einhverja snyrtiflinka til þess að mála sig í stíl við dressið. Hún fær einnig satín-slopp eða sjal til afnota til að hylja sig að einhverju leyti ef með þarf.

16:20
Sigurrós sýnir Magadans fyrir utan Hagkaup á neðri hæð. Fá "Upplýsingar" til að auglýsa það í kallkerfi hússins. Sigurrós fær stóran hatt til þess að safna peningum í á meðan hún dansar. Að launum fær hún fimmta stafinn í stafaþrautinni.
…….
Þetta er bara brot af uppákomum dagsins. Á Italíu komu allar með litla gjöf……

20:00 Allar hittast á Ítalíu við Laugaveg. Þar eigum við pantað borð á efri hæðinni. Á meðan við bíðum eftir matnum verður gjafastund. Það virkar þannig að allir koma með litla gjöf handa brúðinni (helst ódýra en mjög persónulega). Gjöfin þarf að tengjast því hvernig viðkomandi þekkir Sigurrós og þegar gjöfin er gefin skal viðkomandi útskýra afhverju þessi gjöf var valin og hvernig hún tengist þeirra vináttu.
………

Ég er spennt að fá að sjá þetta allt á myndbandi.

Þakka ykkur Stefa, Anna og allar hinar fyrir skemmtilegt kvöld á Italíu og fyrir þessa fínu skipulagningu. Ég sá ekki betur en að Sigurrós væri í skýjunum af ánægju yfir þessu öllu.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Sigurrós Gæsuð- !!!

  1. Stefa says:

    Takk sömuleiðis
    Sæl elsku Ragna mín,

    takk sömuleiðis fyrir að hafa komið á Ítalíu. Það var virkilega gaman að þið Guðbjörg skilduð koma og taka þátt í þessu með okkur. Sjáumst svo næst þegar ég legg leið mína gegnum Selfoss – já og svo ert þú að sjálfsögðu velkomin í Njörvasundið í næstu bæjarferð :o)

    Bestu kveðjur,
    Stefa

  2. Anna Sigga says:

    Gæsafjör!
    Vá! Þetta hefur nú verið meira stuðið! Ertu viss um að þú hefði ekki amk. viljað vera fluga á vegg þegar Sigurrós dansaði magadansinn? 😉

  3. Edda Garðars says:

    gæsaparty
    Didda mín, já, þetta áttirðu eftir að upplifa, taka þátt í gæsapartýi. Maður hefur bara heyrt um svoleiðis ævintýri.
    Ég hefði mikið vilja gefa til að vera viðstödd magadansinn hennar Sigurrósar í Kringlunni, eða var það í Smáralindinni, nú man ég það ekki í augnablikinu. Ferlega er hún köld!!! En hún tekur sig vel út.
    Ég ætla að kíkja á hennar vef og sjá fleiri myndir.
    kveðja
    þín Edda GG

Skildu eftir svar