Amma og stubburinn, sem er að verða of stór til að kallast stubbur.

Síðustu daga hefur ungur herramaður verið mjög spenntur að fá að koma í Sóltúnið til ömmu. Það er komið los á krakkana sem eru að hætta í leikskólanum. Um daginn var formleg útskrift og þá hættu nokkur þeirra alveg, þar á meðal Dagur Snær besti vinur Odds Vilbergs. Af því leiðir að nú hefur Oddur minn samið við ömmu um að sækja sig í leikskólann – "amma, þú kemur bara eins fljótt og þú getur"
Amma hefur sótt stubbinn (sem er að verða allt of stór til að amma kalli hann stubb), á leikskólann í tvo daga og leyft honum að vera þangað til mamma hans er búin að kenna. Það er ótrúlegt hvað það virðist vera gaman að fá gömul teppi og púða til að leika með á pallinum, setja teppin yfir borð og stóla og búa til hús með því að nota allar klemmurnar hennar ömmu til að festa hliðunum saman, skríða svo inn og leggja sig á púðana.
En nú sýnist mér að það sé að þykkna í lofti svo við finnum okkur sjálfsagt eitthvað annað skemmtilegt að gera á morgun.

Þessi mynd var tekin við útskriftina í leikskólanum.
Óneitanlega sýnist maður ánægður með lífið.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Amma og stubburinn, sem er að verða of stór til að kallast stubbur.

  1. Anna Sigga says:

    Mikið stækka þessi börn fljótt!
    Hann er flottur ömmustrákurinn þinn. Er hann ekki spenntur að byrja í skólanum næsta haust?

  2. afi says:

    Mesti myndar piltur.´Það er ekki veröndin í ömmubæ sem er undirlögð fyrir svoddan tjaldbyggingjar heldur stofan. Teppi, ábreiður og sængur öllu tjaldað yfir borð og stóla, svo er farið inn í húsin með vasaljós. Það er aldeilis fjör. Gaman að þessu.

Skildu eftir svar