Málverkasýning og fjallganga.

Já, það er nóg að gera þessa dagana. Í gærkvöldi fórum við á opnun málverkasýningar hjá mági mínum Jóni Inga Sigurmundssyni í Eden í Hveragerði. Þarna er mikið af mjög fallegum myndum og ég hvet alla til að fara og skoða sýninguna. Það spillir heldur ekki fyrir að verði myndanna er mjög stillt í hóf, hann hefur alltaf verið of hæverskur þegar kemur að því að verðleggja.

Myndlist, málverk, olíumálverk, olía, pastel, pastelmyndir, vatnslitamyndir, vatnslitir, list, Jón, Jón Ingi, Jón Ingi Sigurmundsson, Jon Ingi, Selfoss, Ísland, Iceland, paintings, paint, art, artist, oil, watercolor, watercolour, watercolor painting, watercolour painting, oil painting, pastel painting, web gallery, webgallery, landscape, iceland landscape, icelandic landscape, fine arts, gallery, gallerí, water coulor, water color, artist from iceland, icelandic artist, oil painting from iceland, Icelandic paintings, icelandic oil paintings, art gallery, art gallery in iceland, art in iceland, visual art from iceland, art and culture in iceland, travelling in iceland, glacier, oil on canvas, art exhibitions in Iceland, art galleries Iceland, art from Scandinavia, Scandinavian art, fine art in Iceland, oil paintings from Scandinavia, paintings from Europe, contemporary art in Iceland, paintings in Iceland, painter from Iceland, oil paintings, fine art prints, nordic art gallery, Scandinavian art galleries, artist in Iceland, Reykjavík, icelandic art, oil paintings from iceland, icelandic lava, lava, artists, painters in Iceland, Icelandic nature, exhibition, online exhibition, wilderness in Iceland, nature, private exhibition, gallery in iceland, paintings for sale, oli paintings for sale, watercolor paintings for sale, pastel paintings for sale, images from iceland, Jon Ingi Sigurmundsson, Jón Ingi Sigmundsson, Jón Sigmundsson, Jón Sigurmundsson

Það var mjög gaman þarna í Eden í gærkvöldi. Ég hitti fullt af fólki sem ég þekki og nokkra sem ég hef ekki hitt í mörg ár. Mikil stemmning við opunina hjá Jóni. Ég þakka bara vel fyrir mig.

FJALLGANGA.

Í morgun hringdi Guðbjörg og spurði hvort við ætluðum ekki að ganga með þeim á Búrfellið (í Grímsnesinu). Við höfðum aðeins rætt það í gærkvöldi á heimleiðinni úr Eden en ekkert var ákveðið. Við vorum auðvitað alveg til í að fara í fjallgöngu svo það var allt sett í gang. Smyrja nesti finna til fjallgönguskóna og setja kaffi á brúsa, ekkert mátti gleymast. Við gömlu brýnin vorum svo sótt og síðan var haldið til fjalla. Þetta var mjög skemmtilegt og veðrið gott. Við vorum um fjóra tíma í gönguferðinni. Þeir Magnús og Haukur þurftu auðvitað að sanna karlmennsku sína og fara heldur lengra en við, en við vorum ekkert að elta þá til að skyggja ekki á þá kappana 🙂

Þessi mynd er tekin af þeim hjúum Guðbjörgu og Magnúsi Má á einum áningastaðnum.

Þegar við komum af fjalli þá var alveg í heimleiðinni að líta við í bústaðnum hjá Rut og Smára og þar sátum við yfir kaffi í góða stund. Það er alltaf svo gaman að hitta þau. Kolla, hennar maður og strákarnir voru hjá þeim og á meðan við stoppuðum komu fleiri gestir en stoppuðu stutt.

Þegar heim var komið dreif ég mig í heitt bað með alls konar fíneríi í og þegar Haukur var búinn að horfa á fréttatímann í Sjónvarpinu, drifum við okkur á Kentucky og fengum okkur kjúkling með öllum túristunum. Við nenntum hvorugt að finna út hvað við ættum að elda svo þessi leið var valin. Allt í lagi svona endrum og eins.

Nú bíður notalegt bólið svo það er best að tefja ekki lengur við skriftirnar.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Málverkasýning og fjallganga.

  1. Ragna says:

    Magnús minn, ég laumaðist í myndirnar sem þú tókst í dag því mínar myndir eru svo óskýrar – enn einu sinni fer ég þessa leið til að finna myndir. Vonandi fyrirgefurðu mér.

  2. Anna Sigga says:

    Vá!!!
    Jón Ingi er góður!!! og garðurinn þinn er flottur. Leitt að ég féll í beygingagryfjuna með nafnið á Sigurrós (og ég sem er kennari að mennt). Það mun ekki gerast aftur. Farðu vel með þig!

Skildu eftir svar