Góð helgi.

Við Guðbjörg drifum okkur með krakkana í Sælukot á fimmtudaginn. Föstudagurinn var stórkostlegur og vorum við fáklædd úti allan daginn.


Um kvöldið fór ég svo aftur á Selfoss en Guðbjörg er enn með krakkana í bústaðnum. Í dag laugardag hefur svo verið mikil hátíð hér á Selfossi. Við mættum uppúr klukkan níu í morgun í morgunverðarboð ýmissa fyrirtækja hérna í Árborg. Boðið var í stóru tjaldi og veitingarnar ekki af verri endanum. nýbökuð rúnnstykki og brauð frá bökurum staðarins. þrjár gerðir af áleggi, þykkar ostasneiðar auk grænmetis og ávaxta, jógúrt ,einnig kaffi og fleira.  Þarna sat fólk við borð sem búið var að koma fyrir bæði í tjaldinu og úti og ekki spillti fyrir að harmonikuleikari lék fyrir gesti meðan matast var. Það var mjög skemmtileg stemning yfir þessu. Þetta mun vera árlegur viðburður á þessum tíma. Það er alveg bókað að maður reynir að vera heima um þessa helgi á sumrin.  Það var mikil sýning á fornbílum hérna og listflug var yfir íþróttasvæðinu og ekki má gleyma kvennahlaupinu. Ég sat reyndar bara á bekk og sá þær hlaupa framhjá mér kófsveittar. Ég verð nú að játa að ég skammaðist mín svoldið þegar þessar gömlu hlupu fram hjá eins og ekkert væri. 


Við skruppum aðeins niður á Stokkseyri að líta inn hjá Hullu og Borghildur var þar í heimsókn. Við stoppuðum ekki lengi því við vorum búin að ákveða að grilla. Ekki er nú allt upptalið því á Eyrarbakka er mikil Jónsmessuhátíð og þangað ætlum við í kvöld á varðeld og fjöldasöng. Veðrið í dag hefur verið alveg einstakt, algjört logn og hlýtt en samt sólarlaust.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar