Vara við 123greetings.com

Ég ætla nú að byrja á því að vara fólk við því að nota 123greetings.com. Þeir eru með mjög fín kort til að nota við öll tækifæri. Hinsvegar eru ótrúlegar gildrur lagðar fyrir mann þegar maður notar þjónustu þeirra. Ég lenti í því í vor að vera valin 15.000.000 gesturinná vefsíðuna þeirra og átti að fá rosalega fín ferðaverðlaun. Tilkynningin kom allt í einu upp og fyllti út í skjáinn hjá mér. Ég átti að hringja í ákveðið símanúmer sem ég gerði bara svona uppá grín en á endanum var þetta ekkert grín því ég var gjörsamlega heilaþvegin í þessu viðtali. En til að gera langa sögu stutta þá kom ég á endanum skaðlaus úr þessu lærdómsríka ævintýri mínu. í dag ætlaði ég að senda afmæliskort og þá var mér tilkynnt að ég væri vinningshafi að DVD spilara, bara hringja o.s.frv.  Ég ansaði því auðvitað ekki og hélt áfram að velja og útbúa kortið. Þegar ég ætlaði að senda kortið þá kom tilkynning WARNING yfir allan skjáinn og mér var tilkynnt að ef ég keypti ekki af þeim einhverja vörn sem átti að kosta um 40 dollara þá væri tölvan mín opin fyrir auglýsingaflóði og hver sem væri gæti komist inn í mín forrit. Ég náði eftir nokkrar tilraunir að komast inn á MSN því neðsta línan á tölvunni var líka farin út, og sendi hjálparbeiðni til Jóa sem alltaf er tilbúinn að hjálpa tengdó í hremmingum hennar við tölvuna. Hann gat leiðbeint mér um það hvernig ég gæti losnað við þetta á skjánum en það var ekki auðvelt því þetta kom alltaf inn aftur ásamt auglýsingaregni. Loksins tókst þetta þó og við Jói vorum svo sammála um að best væri að slökkva á tölvunni. Jói hélt líka að ég væri með einhvern „Ad aware“ í forriti sem eyddi svona rugli en það á eftir að koma í ljós.  Tövan hefur nú hægt um sig eftir að ég kveikti á henni aftur en ég umgengst hana núna eins og hún sé sofandi ófreskja sem taki allt í einu við sér og spúi öllu auglýsingaregninu yfir mig aftur og frysti svo allt fast eins og í dag. Vonandi er þó rétt hjá Jóa að ég sé með  þetta „Ad aware“ og það hafi stoppað frekari hremmingar eftir að ég kveikti aftur. En ég segi enn og aftur farið varlega í að nota þetta fjárans forrit þó kortin þeirra séu rosalega skemmtileg. Það er líka hægt að finna kort á vefkort.is en þau eru ekki eins flott.


Annars allt fínt að frétta. Ég verð að segja einn brandara sem kom upp þegar ég var að spyrja Karlottu hvort sú sem afmælið var hjá í gær hafi verið sú sem gaf henni forláta peysu þegar hún átti afmælið. Hún horfði á mig nokkra stund og sagði svo „Það var ekki forljót peysan sem hún gaf mér, hún var flott.“


Ég ætla að skreppa niður á Stokkseyri á eftir og líta inn hjá Hullu og Eika það er svo langt síðan ég hef kíkt á þau.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar