Ótrúlegt ferðalag.

Ég var búin að skrifa langan pistil um ferðalag Sigurrósar og Jóa til Hollands í gær. Ég þurrkaði hinsvegar færsluna út þegar ég fór að hugsa um að þau myndu örugglega sjálf vilja segja ferðasöguna sína.

Ég get samt ekki á mér setið að segja pínulítið frá – bara svona smá.

Þau ætla sem sé að vera viðstödd brúðkaup vina sinna í Tilburg í Hollandi, sem fer fram á morgun föstudag.
Fyrsti leggur ferðarinnar (mæting klukkan 6 í gærmorgun) var með Iceland Express til Stansted á Englandi en þaðan voru þau búin að bóka og greiða fyrir áframhaldandi flug til Amsterdam. Þar ætluðu þau að eyða deginum frá hádegi og voru búin að ganga frá hótelgistingu um nóttina og síðan átti ferðalagið að halda áfram næsta dag.

Til að gera langa sögu stutta þá fóru þau ekki frá Keflavík fyrr en eftir nærri 7 ÉG SEGI OG SKRIFA sjö klukkutíma frestum á fluginu. Plús auðvitað þessa tvo klukkutíma sem sem maður mætir fyrir flug. Svo allt í allt varð biðin í Leifsstöð því 9 klukkutímar. ………
Nú má ég ekki halda áfram svo ég verði ekki búin að segja ykkur alla söguna áður en ég veit af, svo ég stoppa hér.

En, niðurstaðan er þessi: Ef þú kaupir miða með Iceland Express þá tekur það flugfélag ekki þátt í neinu öðru en að koma þér milli tveggja staða. Ef það gengur seint og illa hjá þeim að skila þér þangað (t.d. vegna bilana og að þurfa að fá senda varahluti frá útlöndum), og þú þarft vegna seinkunar félagsins að kaupa nýja farmiða í tengiflug eftir að vera tvisvar búinn að kosta breytingar á tengifluginu meðan á biðinni stóð, þá er það að þeirra mati alfarið þitt mál en ekki þeirra. Og ef það er komið kvöld og þú ert búinn að missa af öllum flugum á þinn áfangastað þá verður þú sjálfur að bjarga þér. Þeim kemur ekkert við hvernig þú ferð að því eða hvað það kostar þig.

Ég segi bara – Hugsið ykkur tvisvar um áður en þið kaupið flugmiða hjá Iceland Express.

Jæja nú er ég búin að ausa úr skálum reiði minnar Já, ég ER ÖSKUREIÐ.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar