Til hamingju með afmælið besta vinkona.

Í dag á hún Edda Garðars besta vinkona mín afmæli. Við erum búnar að vera vinkonur síðan ég var níu ára gömul og hún flutti í húsið á móti mér á Kambsveginum. Það að eiga svona góða æskuvinkonu sem er búin að upplifa með manni alla gleði og sorgir er svo dýrmætt og eitthvað svo stór hluti af manni sjálfum.

Edda var búin að bjóða mér að koma í kaffi til sín í sumarbústað í Bláskógabyggð í dag og af því að Guðbjörg og Magnús Már hugsa svo vel um "gömlu konuna", sem nú er ein heima í Sóltúninu, þá komu þau og sóttu þá gömlu og fóru með í afmæliskaffið.

Edda var mjög ánægð með það og hringdi sérstaklega í kvöld til að segja mér hvað hún hafi verið ánægð að fá þau líka.

Þetta hefur sem sé verið mjög góður dagur og menningarlegur þó svo að við værum víðs fjarri sjálfri Menningarnóttinni. Hvað er líka menning ef ekki það, þegar vinir hittast og eiga saman góðar stundir.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Til hamingju með afmælið besta vinkona.

  1. Þórunn says:

    Góð vinkona er gulli betri
    Ég óska vinkonu þinni til hamingju með afmælið og ykkur báðum til hamingju með að eiga hvor aðra að. Það er ómetanlegegt að eiga góða vinkonu, já og í öll þessi ár! Stórkostlegt.

  2. Edda says:

    Takk fyrir mig
    Elsku besta Didda mín,
    Takk fyrir fallegu kveðjuna þína.
    Já, satt segirðu – góður vinur er gulli betri. Við erum lánssamar að hafa átt hvor aðra að á lífsins vegi.
    Didda mín, manstu hvað við vorum flinkar með þremur – þ.e. boltum!!!
    Það er svo gaman að rifja upp æskuárin, ekkert nema gleði, mikill hlátur og áhyggjuleysi.
    Didda mín eigum við ekki einhverntímann að rifja upp hann „Marías“. Hann stytti okkur stundina, ekkert sjónvarpið þá.
    Aftur takk fyrir mig Didda mín.
    þín vinkona Edda GG
    ps. hún er nú ansi glöð á myndinni þessi vinkona þín!! Ekkert leið yfir „háum aldri“.

Skildu eftir svar