Góður dagur.

Ykkur sem lögðuð orð í belg þegar ég birti myndina af stubbnum mínum sendi ég bestu kveðjur. Við áttum góðan afmælisdag saman, bara tvö.

Það var búið að halda uppá afmælið áður svo minn var bara fyrsta daginn sinn á skólavistinni því mamma og Magnús Már voru farin að vinna í skólanum. Ömmu fannst það nú ekki gott á afmælisdaginn svo hún tók til sinna ráða og sótti stubbinn sinn á skólavistina eftir hádegið. Það var ekki farið beint í Sóltúnið heldur komið við í bakaríinu í Nóatúni þar sem stubburinn fékk að velja sér það sem hann langaði til að fá í kafitímanum. Það var nú ekki erfitt Pizzustykki og "þessi brúna terta þarna er flott" og kókómjólk með.

Við komum svo heim og amma setti kerti á kökudiskinn því maður verður nú að blása á kertin sín á 6 ára afmælisdaginn þó engir séu viðstaddir nema amman og stubburinn og auðvitað var drukkið inni í stofu. Svo valdi hann músikkina sem var hlustað á. Þetta var mjög notalegt afmæli og bæði amma og stubburinn ánægð með daginn.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Góður dagur.

  1. afi says:

    En hvað þetta var sætt og huggulegt hjá ykkur. Það er munur að eiga góða að og ekki verra að það skuli vera AMMA.

  2. Anna Sigga says:

    Sammála síðasta ræðumanni!
    Bestu kveðjur til ykkar allra!

  3. Þórunn says:

    Afmæli
    Þetta hefur sannarlega verið notalegur dagur, og gott fyrir stubbinn og ömmu að hafa hann alveg fyrir sig. Það eru svona atburðir sem börnin muna alla ævi.
    Bestu kveðjur

  4. Þórunn says:

    Ég ætlaði líka að hrósa myndunum, mikið er nú ljúfur svipurinn á stubbnum, maður sér alveg hvað honum þikir vænt um ljósmyndarann.

  5. Sigurrós says:

    Jeminn eini, hvað hann systursonur minn er nú sætur 🙂
    En það vissi ég svo sem… 😉

  6. unnsteinn says:

    bið að heilsa öllum á selossi… 🙂

  7. Hulla says:

    Til hamingju með snáðann. Þú munt vera æðisleg amma. Ég elska ömmur. :o) Kveðja frá öllum héðan.

Skildu eftir svar