Flugeldasýningin.

Mér fannst frábært það sem "afi" lagði í orðabelginn við færsluna mína "Laugardagur til lukku" um það hvort nú sé ekki að vænta mikillar flugeldasýningar. Hann sér alveg í gegnum mig. Hann er sjálfsagt minnugur þess þegar ég lærði að ramma inn myndir á netinu og síðan birtust ættingjar og vinir næstu daga, fangaðir í ótrúlegustu römmum.

Já, þetta er einmitt barnið í manni að verða svo glaður yfir nýjum hlutum og nýfenginni vitneskju að það er erfitt að hemja sig.

Ég ætla ekkert að reyna að bæla niður barnið í mér og held mig áfram í skýjunum, a.m.k. á meðan ég dett ekki harkalega niður.

Ég ætla samt að reyna að kaffæra ykkur ekki og læt þessvegna bara eina mynd fylgja með í dag. Nú safna ég bara þessum fyrstu prufum mínum í myndaalbúm

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Flugeldasýningin.

  1. Sigurrós says:

    Flottar myndir!
    Þetta eru mjög flottar myndir sem þú hefur verið að taka – þegar maður skoðar blóma- og flugnamyndirnar í stærstu útgáfunum þá má m.a.s. sjá frækornin í hárunum á býflugunni! Hlakka til að skoða fleiri myndir frá þér 🙂

  2. afi says:

    Skýum ofar
    Í Guðanna bænum haltu þér í skýunum ef að þetta er útkoman. Bíðum spennt eftir framhaldinu. Meira …. meira!!!

  3. Magnús Már says:

    Áskorun
    Endilega reyndu að kaffæra okkur. Ég tek undir með afa og segi meira. Spurning hvort ég skori á þig að birta mynd(ir) þar sem skuggar spila stórt hlutverk. Þú mátt svo eiga von á því að fá áskorun hvenær sem er um taka/birta myndir af sérstöku efni (þema).

  4. Þórunn says:

    Meiri myndir
    Það má með sanni segja að þessi gæða-myndavél hafi ratað í réttar hendur, ég er sammála síðustu ræðumönnum, endilega að halda áfram á þessari braut, myndirnar þínar eru bæði frumlegar og fallegar. Þarna gildir að hafa gott auga fyrir hinu óvenjulega og góðum tækifærum.

  5. Ragna says:

    Ég þakka uppörvunina
    og ætla að reyna að standa mig í þessu. Þetta er allavega mjög gaman og vonandi hef ég sannað að það var ekki bara það, að ég tók ekki nógu góðar myndir á gömlu vélina. Vélin sú var líka VOND.
    Kær kveðja til ykkar allra.

Skildu eftir svar