Ég byrjaði daginn á því að fara í blóðrannsókn. Ég fékk nefnilega bréf frá heimilislækninum mínum honum Agli Sigurgeirssyni hérna á Selfossi þar sem hann boðar mig í viðtal eftir rúma viku og tilkynnti mér að ég ætti að mæta í blóðrannsókn viku áður en ég kæmi til hans.  Hann hefur gert þetta nokkrum sinnum síðan ég fór til hans fyrst. Mér finnst þetta vera ótrúlega góð þjónusta og til fyrirmyndar. Það er eitthvað svo öruggt að láta „halda svona utanum sig“. Þetta hlýtur að vera það sem kalla má heilsuvernd.


Haukur er komin heim úr dvölinni á Borgarfirði eystra . Hann lagði af stað klukkan hálf sjö í morgun og var kominn hérna um tvö leytið í dag. Í kvöld fórum við í klukkutíma göngutúr og skoðuðum m.a. kirkjugarðinn hérna sem er alveg sérlega fallegur og vel hirtur. Þegar við komum heim um tíuleytið þá settumst við út og drukkum heitt kakó og horfðum á sólarlagið. Hvílíkt rómó!!!

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar