Sorgarfréttir.

+ + +

Rétt fyrir hádegið voru mér færðar þær sorgarfréttir að séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, elskaði presturinn okkar og vinur í yfir 20 ár væri látinn, langt um aldur fram. Hann hefur verið okkur í fjölskyldunni nálægur á svo mörgum gleðistundum og stutt okkur vel á erfiðum tímum auk þess sem ég var svo heppin að fá að starfa með honum í sóknarnefnd Áskirkju.

Árni Bergur var sannkölluð hetja, því svo hetjulega barðist hann við veikindi sín í meira en ár. Við höfum fylgst með baráttu hans og ýmist fyllst von eða orðið fyrir vonbrigðum. Oft virtist hann ætla að hafa sigur en sá sigur sem við hin vonuðumst eftir náðist ekki. En hinsvegar er baráttunni nú lokið og ekki efa ég að honum hefur verið ætlað annað og enn meira hlutverk á æðri stöðum.

Við hin lútum höfði í þökk fyrir að hafa fengið að kynnast honum og sendum fjölskyldunni hans samúðarkveðjur.

+ + +

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar