Haustlitaferð á Þingvelli.

Í dag létum við verða af því að fara í haustlitaferð til Þingvalla. Það hefur dregist af því að Haukur var í vinnusyrpu um síðustu helgi og það má reyndar ekki vera mikið seinna sem maður fer því það haustar greinilega snemma í ár og það er víða sem gróðurinn er farinn að verða ansi brúnn.  Ég náði samt nokkrum myndum, sem hægt er að skoða hér

IMG_0269

Það sést hvað það er orðið kuldalegt um að litast.

IMG_0262

Við enduðum svo sunnudagsferðina á því að vera boðið að koma í kaffi og pönnukökur til Guðbjargar og Magnúsar Más. Við vorum svo rétt komin heim þegar Loftur og Dröfn litu aðeins við á leið sinni úr Sælukoti.

Góður dagur í dag.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Haustlitaferð á Þingvelli.

  1. Þórunn says:

    Haustlitir
    Þetta eru stórgóðar myndir, eins gott að missa ekki af þessum fallegu litum. Eitthvað ertu farin að stilla vélina öðruvísi því ég sé að nú er ljósopið minna þegar bjart er úti, þá koma litirnir ennþá betur fram. Til hamingju með góðan árangur.

  2. afi says:

    Fallegar myndir eins og þín er von og vísa. Meiri monthaninn þessi rauði brunahani.

  3. Ragna says:

    Já, Þessi rauði heillaði mig alveg upp úr skónum.

Skildu eftir svar