Sippað og húlað

Það hefur gengið vel hjá okkur á ömmuvistinni.  Það sem helst hrjáir er það, að tíminn er svo fljótur að hlaupa frá okkur. Við vorum svo heppin í dag að tónlistarskólinn féll niður svo að hálftímadagurinn varð mun samfelldari. Karlotta fór þó í íþróttir klukkan þrjú og þá fórum við Oddur Vilberg í Grundartjörnina. Þar enduðum við á því að leika okkur í bílskúrnum, Oddur var að athuga hvað hann gæti komist langt í sippinu og amma var að rifja upp hvernig ætti að húla. Það gekk nú ekki vel í fyrstu og stubburinn gat varla sippað því hann hló sig máttlausan yfir að sjá ömmu bisa við húlahringinn, en sá hlær best sem síðast hlær og amma var orðin ótrúlega dugleg í lokin  ha,ha.ha,ha.  🙂

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Sippað og húlað

  1. Sigurrós says:

    Húlahringurinn
    Ég var mjög fegin þegar ég komst að því fyrir örfáum árum að ástæðan fyrir því hversu léleg ég er orðin að húlla eru ekki bara óíþróttamannslegir burðir mínir heldur það að ég er orðin stærri en ég var 9 ára gömul. Fullorðnir eiga nefnilega erfiðara með að húlla með barnahringjum því þeir eru of litlir. Ég komst í stóran og vænan húllahring á Árbæjarsafninu og ég hefði getað haldið áfram að húlla allan daginn, það var svo auðvelt! Væri sko alveg til í að eignast einn svona stóran fullorðinshring og rifja þessa skemmtilegu íþrótt upp! 🙂

  2. Ragna says:

    Það hlaut að vera einhver meiri háttar ástæða fyrir því hvað þetta gekk brösulega í byrjun. En ég get sem sé verið mjög montin að hafa ráðið við litla hringinn í restina.

  3. Hullan says:

    Ha hah ha
    :o) Þú ert BARA frábær!!

  4. afi says:

    Næst er það svo magadansinn, er það ekki annars? Þú getur tekið Hauk með þér.

  5. Ragna says:

    Magadansinn
    Ætli ég láti ekki Sigurrós um magadansinn. Annars er maður nú meira og minna í hálfgerðum magadansi allan daginn með því að reyna að halda honum inni, – þ.e.a.s. þegar maður man eftir.

Skildu eftir svar