Á dyrapallinum.

Um klukkan hálf ellefu í morgun hringdi hjá mér dyrabjallan. Ég bjóst hálfpartinn við að þar myndi nágrannakona mín standa, sem hafði talað um að líta inn hjá mér einhvern morguninn.  Ekki var það nú hún.

Þórunn og Palli stóðu í dyragættinni, búin að fara til Vopnafjarðar og allan hringinn og voru nú komin á Selfoss aftur.  Mikið þótti mér vænt um að þau skyldu bara birtast svona að óvörum upp á gamla móðinn. Það var bara verst að ég átti tíma í sjúkraþjálfun klukkan hálf tólf svo við höfðum nú ekki langan tíma við eldhúsborðið í þetta sinn.

Ferðin þeirra gekk mjög vel og þau lentu hvorki í snjó eða hálku en voru hinsvegar ekkert sérlega heppin með veður því á fallegustu stöðunum kringum landið var fjárans þokan að byrgja sýn.  Það er synd fyrir Þórunni sem er svo frábær myndasmiður,  því ég veit að hún hefur hlakkað til að taka myndir á ferðalaginu.  Þau voru hinsvegar ekkert að velta sér upp úr þessu og voru ánægð með hvað þau gátu hitt marga í ferðinni. 

Við erum ákveðnar í að hittast aftur áður en þau fara heim en ég veit ekki hvernig verður með netkaffið á sunnudaginn. Enginn hefur ennþá tilkynnt komu sína. ??? 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Á dyrapallinum.

  1. afi says:

    Gestagangur
    Það er alltaf gaman að fá góða gesti, svo maður tali nú ekki um ef þeir eru aldeilis óvæntir.

  2. Þórunn says:

    Morgunkaffi
    Kærar þakkir fyrir kaffið Ragna mín, það var gaman að hitta þig. Vonandi eigum við eftir að hittast aftur í þessari ferð, annars verður það bara seinna.

Skildu eftir svar