Kæra dagbók!

nú tek ég mér smá frí frá þér.  Ég veit að ég á eftir að sakna þín mikið og líka ykkar sem kíkið reglulega í heimsókn til mín, en ef Guð lofar þá kem ég nú aftur strax eftir helgi svo kannski er þetta ekkert svo voðalegt.  En það er bara svo, að manni þykir orðið vænt um dagbókina sína og þá sem kíkja í heimsókn svo maður vill ógjarnan skilja hana við sig.  Eftir helgina á ég von á að myndskreyta hjá mér, hversu mikið fer eftir því hvort veðurspáin gengur eftir eða ekki.

Gangið hægt um gleðinnar dyr,

en umfram allt EIGIÐ GÓÐA HELGISmile.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Kæra dagbók!

  1. Hulla says:

    Ragna!!!! Þú getur ekki gert svona!! Hvað á ég þá að lesa áður en ég fer í skólann 🙁
    ÁI Þetta gerir bara vont,,,,,,,en ég reyni að þrauka yfir helgina. Les þá bara Dönu blogg á meðan :/ buhuu
    Eigðu góða helgi…… Kveðja frá öllum hérna kossar og knús

  2. afi says:

    Góða helgi
    Er það ekki þetta sem við þurfum að lifa við, stundum vonbrigði stundum gleði stundum eftirvætning? Njóttu helgarinnar sem allra best. Við hlökkum til endurfundanna við skemmtilegu dagbókina þína og fallegu myndanna.

  3. afi says:

    Hvellur
    Vonandi hefur veðrið ekki haft áhrif á helgaráformin. Þetta er annars ljóti hvellurinn.

  4. Þórunn says:

    Kæra Ragna, ég hef notið þeirra forréttinda að vera í símasambandi við þig yfir helgina og það var dæmalaust góð tímasetning hjá þér að hringja einmitt þegar Gurrý frá Amman var stödd hjá mér. Þetta var alveg frábært. Nú skrifa ég ekki meira frá Íslandi í þetta sinn, við verðum komin „heim“ til Portugal seinni partinn á þriðjudaginn, þá verður nóg í fréttum á folk.is/austurkot.
    Takk fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman sl. mánuð.

Skildu eftir svar