Syfjudagur.

Ég dreif mig nú í að þvo yfir gólfin hjá mér í morgun og lét síðan verða af því að strauja dúk o.fl. sem ég er búin að horfa á í nokkra daga og segja við sjálfa mig, „Æ, ég geri þetta á morgun“. Nú er það sem sagt búið og gert. Annars er ég búin að vera svo þreytt og syfjuð í allan dag að ég hef verið alveg að detta út. Ég hresstist þó í bili við að fara í sundlaugina en í dag fórum við systur í fyrsta tímann í sundleikfiminni eftir sumarfríið. Í kvöld fór ég svo við opnum málverkasýningar Jóns Inga Sigurmundssonar sem er haldin í Eden frá 19. – 31. ágúst.  Hann er með 64 gullfallegar myndir. Ég bendi öllum á að drifa sig og sjá þessa sýningu hans.  Þegar ég kom heim ætlaði ég að horfa á fyrrii hluta af sakamálamynd í sjónvarpinu en ég var nýbyrjuð að horfa á hana þegar syfjan gagntók mig enn einu sinni og lagði mig að velli svo ég hef ekki hugmynd um hvernig þessi mynd endaði.  Ég verð svo pirruð yfir sjálfri  mér þegar ég tek upp á því að ganga svona í svefni allan daginn. 


Ég mátti nú til með að blogga pínulítið því ég gerði það ekki í gær. Maður er nú svona að reyna að gera þetta reglulega. Nú er hinsvegar best að koma sér í rúmið og leyfa syfjunni að vinna sitt verk í þeirri von að á morgun vakni ég útsofin og hress. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar