Svo „huggó“

Við Oddur fórum í göngutúr niður að á í gær og tókum nokkrar myndir til þess að bæta í myndaalbúmið  "Selfoss í dag"   Veðrið var eins yndislegt og það getur orðið á þessum árstíma en það var talsvert kalt. Karlotta var fjarri góðu gamni því hún hefur verið veik, með bronkítis, og hefur verið heima hjá mömmu.  Afi fór að láta klippa sig og eitthvað fleira sem hann var að útrétta, svo við stubburinn vorum bara ein að dunda okkur og þá datt okkur í hug að skreppa í göngutúr.

Hérna  sáum við Krumma vera að horfa yfir ána eins og við vorum að gera.

krummi.jpg

Amma varð að vara stubbinn við öllum hættum því hann vildi fara svo framarlega.

htt_niur.jpg

Á heimleiðinni lá okkur á því litlu fuglarnir voru að fljúga í matinn.

himinninn.jpg

Þegar við vorum að fá okkur kakó eftir að við komum heim þá datt upp úr stubbnum " Amma, það er svo huggó hjá okkur" það þótti gömlu ömmunni vænt um að heyra.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Svo „huggó“

  1. Hulla says:

    🙂
    Alltaf gott að fá heitt kakó með ömmum sínum! Það er BARA huggulegt!!! 🙂

  2. Svanfríður says:

    dýrmætt
    Þetta er falleg mynd sem þú dregur upp…ömmustrákurinn og þú.

  3. Þórunn says:

    Myndasaga
    Það er skemmtilegt hvernig þú skreytir frásögn þína með fallegum myndum, þetta verður svo ljóslifandi.
    Þetta hefur sannarlega verið „huggó“ dagur.

  4. afi says:

    Huggó
    Við þökkum fyrir labbitúrinn og kakóið á eftir. Það var engu líkara en að við værum öll með í för. Spor í snjó, ekki var þetta snjómaðurinn ógurlegi?

  5. Ragna says:

    Bara Krummi.
    Nei, ekki vildi stubburinn trúa því að sporin væru eitthvað dularfull. „Amma, þetta er auðvitað eftir Krumma“. Ömmustubburinn er greinilega að vaxa og þroskast og minnkar með hverjum deginum möguleika ömmu á koma með getgátur um eitthvað dularfullt.

Skildu eftir svar