Skreppum saman í göngutúr.

Ég hef nú ekki frá mörgu að segja núna, en læt það ekki eftir mér að skila auðu. Þrátt fyrir það ætla ég að  hlífa ykkur við því að þurfa að lesa um hvað ég hef borðað í dag og hverju ég klæddist þegar ég vaknaði í morgun.

Ég ætla hinsvegar að bjóða ykkur að fylgjast með okkur Hauki í göngutúr og birta nokkrar myndir sem ég tók síðdegis í dag meðfram Ölfusánni. Ég hef sjaldan séð ána vatnsmeiri.
Ég ætla sem sagt að bjóða ykkur með í göngutúrinn og svo getið þið líka skoðað allar myndirnar  ef þið viljið. Hefst þá gangan.

Áin er hér komin talsvert upp á bakkann eins og sjá má á trjánum.

olfusa1.jpg

Hér sjáum við hvað straumurinn er mikill.

olfusa2.jpg

Uppi á bakkanum má svo finna svona spegilslétta litla polla.

olfusa3.jpg

Himininn skartaði sínu fegursta yfir okkur.
Heita svona ský tjásur?

olfusa4.jpg

Ég þakka ykkur samfylgdina.
Það verður ekki langt þangað til við getum farið í göngutúr á ný.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Skreppum saman í göngutúr.

  1. jenni says:

    Einsog áður þá segi ég það aftur,frábærar myndir ,nú barasta hringir þú í blöðin og býður þeim myndir.Tími til kominn að fleiri njóti að sjá þínar glæsilegu myndir.

  2. Svanfríður says:

    Ölfusáin þykir mér ekki falleg verð ég að viðurkenna. Ég á sárar minningar um hana en þrátt fyrir það er e-ð sem heillar mig við ár, vötn og höf…mátturinn er svo mikill. Eigðu góðar stundir elsku Ragna.

  3. Ragna says:

    Getur verið óvægin.
    Já, hún getur verið óvægin Ölfusáin og við hjónin misstum fyrir nærri 30 árum góðan vin sem ætlaði á kajak niður hana en tókst ekki.
    En hún getur líka verið yndislega falleg á ljúfum sumardögum, það má hún eiga, og þá hugsar maður bara um þá stund. En eitt er víst, að maður verður öllum stundum að bera virðingu fyrir henni og fara varlega.

  4. Linda says:

    Ástarþakkir fyrir göngutúrinn.. mér sýndist hann hafa verið frekar napur en afskaplega hressandi..
    Stórgóðar myndirnar þínar Ragna, og váá.. ég held ég hafi aldrei séð eins mikið í ánni og nú á myndunum..þó hef ég nú ekið yfir brúna þó nokkrum sinnum..

  5. afi says:

    Óvægin
    Vel að orði komist Ragna. afa hefur alltaf fundist eitthvað heillandi og líka ógnvekjandi við þessa á. Brúin var alltaf í miklu uppáhaldi, en hún er barn síns tíma og brýn þörf á nýrri. Einn ættingi afa fórst í Ölfusá fyrir allmörgum árum. En samt sem áður má ekki gleyma að þakka fyrir þennan huggulega göngutúr.

  6. Þórunn says:

    Góður göngutúr
    Ég þakka fyrir göngutúrinn, það var fróðlegt að sjá Ölvusána svona bólgna. Og eins og alltaf, góða myndir hjá þér. Ég hef heyrt þessa tegund af skýjum kallaðar tjásur og ef þau eru mikið sundurtætt, eins og í litla hnoðra, þá heita þau Maríu-tjásur.

  7. Gurrý says:

    Fallegar myndir úr gönguferð
    Gaman að sjá þessar myndir Ragna. Já ég hef nú oft séð Ölfusána og samþykki að vatnsmagnið hafi verið töluvert meira en ég man eftir. Skýin heita Cirrus á latínu og lýsa miklum vindhraða í háloftunum, væri alveg til í að kalla þau tjásur 🙂

Skildu eftir svar