Vondar mömmur.

Þennan texta fékk ég sendan í morgun og ætla að leyfa ykkur að lesa hann  líka:

Var mamma þín vond? Mín var það!
Við áttum verstu mömmu í heiminum!

* Þegar aðrir krakkar borðuðu nammi í morgunmat fengum við hafragraut.
*Þegar aðrir krakkar fengu pepsi og súkkulaði fyrir hádegismat fengum við
samlokur.
*Og menn geta bara rétt ímyndað sér hvað hún gaf okkur í kvöldmat,
allskonar MAT.
* Mamma vildi alltaf vita hvar við vorum, ALLTAF, það hefði mátt halda að
við værum í fangelsi. Hún vildi vita hverjir voru vinir okkar og hvað við
vorum að
gera með þeim.
*Hún krafðist þess að ef við segðumst ætla að fara eitthvert í klukkutíma,
þá væri það aldrei meira en klukkutími.
*Þegar var FRÍ í skólanum þurftum við að vinna. Við þurftum að þvo diskana,
búa um rúmin, læra að
elda, þvo þvottinn og annarst önnur leiðinleg störf.
Við héldum að hún lægi andvaka á nóttinni bara til að pæla út hvað hún ætti
að láta okkur
gera daginn eftir.
*Hún lét okkur alltaf segja sannleikann, allann sannleikann og ekkert nema
sannleikann.
*Þegar við vorum unglingar, gat hún lesið hugsanir okkar.
ÞÁ VAR LÍFIÐ ERFITT!

*Þegar allir fengu að fara á djammið og skemmta sér 12 eða 13 ára, fengum
við ekki að
gera neitt fyrr en við vorum 16 ára.
*Mömmu vegna misstum við að fjölda mörgu og miklu sem aðrir krakkar gerðu.
*Ekkert okkar hefur verið tekin fyrir að stela úr búðum, eyðileggja fyrir
öðrum eða verið tekin fyrir nokkurt afbrot af neinu tagi.
ALLT HENNI AÐ KENNA

*Við urðum aldrei full, kunnum ekki að reykja, fengum ekki að vera úti
allar nætur og misstum því af að
gera svo margt sem unglingar annars fá að
gera.
*Á sunnudögum þurftum við að fara í kirkju, og við misstum aldrei af messu.

NÚNA ERUM VIÐ FLUTT AÐ HEIMAN.
*Guð-hrædd, menntuð og gott fólk.
*Við gerum okkar besta að vera vondir foreldrar eins og mamma okkar var.
*Ég held að það sem sé að í heiminum í dag sé að

ÞAÐ ER BARA EKKI NÓG AF VONDUM MÖMMUM LENGUR

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Vondar mömmur.

  1. Linda says:

    Held þetta sé hverju orði sannarra.. börn ganga sjálfala um götur bæjarins og bera ekki virðingu fyrir einu né neinu..
    Skemmtileg lesning.

  2. afi says:

    Það mætti vera meira til af vondum mömmum, öfum og ömmum.

  3. Svanfríður says:

    Tek undir orð afa….góða helgi.

Skildu eftir svar