Fæ góða gesti í sumar.

Ég var að fá svo skemmtilegar fréttir að ég er alveg í skýjunum.

Ég á góða enska vini sem við Oddur heitinn kynntumst þegar við bjuggum í Englandi fyrir rúmum 30 árum. Þessir góðu vinir okkar heimsóttu okkur árið 1980 og voru þá hjá okkur í hálfan mánuð og síðan höfum við mæðgur farið nokkrum sinnum til þeirra í Englandi.
Það stóð alltaf til að þau kæmu aftur til Íslands en veikindi Odds heitins og allt sem þeim fylgdi gerði  það að verkum að  ekkert varð úr frekari heimsóknum þeirra fyrr en núna. Ég fékk sem sagt E-mail í kvöld þar sem þau segjast ætla að koma í heimsókn seinni partinn í sumar og vera hjá mér í 5 nætur.  Er hægt að hugsa sér skemmtilegra en að fá góða vini í heimsókn? Svarið er nei.

Þegar ég leitaði í huganum að því hvað ég setti nú í dagbókina mína komst ekkert annað að en þetta , enda er ég ennþá  svo uppveðruð og spennt yfir þessu.

Nú er bara að fara að skipuleggja.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

9 Responses to Fæ góða gesti í sumar.

  1. Sigurrós says:

    Þetta eru frábærar fréttir! Það er svo gaman að fá svona góða gesti í heimsókn! 🙂

  2. Stefa says:

    Já þetta er stórskemmtilegt – ég er sammála þér í því Ragna mín að það er fátt skemmtilegra en að fá góða gesti í heimsókn. Hvet þig hér með til að kíkja við í Njörvasundinu hjá okkur Rúnari við tækifæri – ég komst ansi nálægt því að hitta þig í dag en ég vinkaði þér af Ölfusárbrúnni þegar við vinkonurnar komum úr sveitaferðinni (því miður varstu bara hvergi sjáanleg).

    Bestu kveðjur,
    Stefa

  3. afi says:

    Gaman
    Það er alltaf svo skemmtilegt að fá góða gesti.

  4. Ragna says:

    Hraðferð
    Þakka þér fyrir Stefa mín, ég á eftir að kíkja til þín. Ég frétti af hraðferð ykkar vinkvenna í bæinn í gær.

  5. Svanfríður says:

    Þetta eru skemmtilegar fréttir Ragna því það er fátt skemmtilegra en að njóta tímans í góðra vina hóp.

  6. Linda says:

    Já það fátt betra og skemmtilegra en að fá góða gesti.. og ég tala nú ekki um ef það eru einhverjir sem maður hefur ekki séð um árabil..

  7. Þórunn says:

    Góðir gestir
    Ég samgleðst þér Ragna mín að eiga von á þessum góðu vinum í sumar.
    Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?

  8. Svanfríður says:

    Sæl Ragna og vonandi hitti ég á þig sprellandi káta:) Ég fór á uppskrifta vefinn þinn í von um að finna gulrótaruppskrift….ekki lumarðu á einni slíkri? Mig langar svo að baka gulrótartertu fyrir tengdamömmu en finn hvergi uppskrift og ekki fann ég hana einu sinni í uppskriftarbók Jóa Fel þannig að mér datt til hugar að spyrja þig. Kærar kveðjur, Svanfríður

  9. Ragna says:

    Betty Crocker
    Svanfríður mín! Því miður á ég ekki uppskrift að gulrótarköku. Hinsvegar bakar hún dóttir mín mjög góða gulrótarköku með aðstoð Betty Crocker. Er sú góða kona ekki einmitt á sveimi í Ameríkunni? Ég hef allavega haldið að hún væri þaðan. – Þú veist vonandi hvað ég er að fara með þessari útskýringu minni.

Skildu eftir svar