Lífið og …

Þetta líf er svo breytilegt og ófyrirséð.   Undanfrarið hefur allt verið svo skemmtilegt sem ég hef getað skrifað um en í dag fór ég með Hauki í mjög átakanlega jarðarför. Það var verið að jarða stjúpson systur Hauks, þann sem var á svo grimmilegan hátt myrtur í El Salvador fyrir skömmu.  Það er erfitt fyrir nánustu skyldmenni að vinna úr svona hryllingi, en vonandi tekst þeim það með tímanum.  Við þekktum nú ekki persónulega þennan son hans Óla  en höfðum þó hitt hann hjá þeim Dísu og Óla. Hinsvegar vildum við sýna þeim samhug með því að koma við jarðarförina.

Máttarvöldin milduðu daginn nokkuð með því að hafa svona yndislegt veður sól og logn. Það er ekki á hverjum degi sem höfum getað búist við slíku undanfarið og ekki hægt að hugsa sér yndislega þegar kveðja þarf ástvini en að gera það við aðstæður eins og í dag.

Athöfnin var yndisleg og mörg falleg ættjarðarlög sungin. Það sem mér þótti athyglisvert var að það hittist þannig á að séra Gunnar Björnsson, sem er presturinn minn hérna á Selfossi í dag, jarðsöng og kór Áskirkju sem er gamla sóknin mín sem ég starfaði mikið í, sá um sönginn. 

Ég ætla ekkert að hafa þessa færslu lengri. Ég er þakklát fyrir hvern dag sem ég á áfallalausan og ef Guð lofar, verður bjartur og fallegur dagur á morgun.  

Kannski rölti ég út með myndavélina  og tek einhverjar myndir – hver veit. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Lífið og …

  1. Svanfríður says:

    Þetta líf
    Í þau skipti sem ég hef misst þá kemur þetta orðatiltæki alltaf upp í huga minn:það er stutt á milli gráturs og hláturs. Þetta eru engin huggunarorð en því er það satt sem þú segir að við eigum að njóta hvers dags til fullnustu. Hafðu það gott.Kv, Svanfríður

  2. afi says:

    Ófyrirséð
    Lífið er all fullt af atburðum, sorglegum og gleðilegum líka sem betur fer. Nú undanfarið höfum við mátt sjá eftir þremur ungmennum sem í blóma lifisns voru burtkölluð fyrirvaralaust úr þessum heimi. Manni finnst þetta svo óréttlátt. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sendum öllum þeim sem eiga um sárt að binda, hlýja strauma og hugsanir.

  3. Þórunn says:

    Sorg
    Já svona er lífið, gleði og sorg skiptast á að heimsækja okkur. Það er alltaf átakanlegt að vera við jarðaför ungs fólks, okkur finnst það svo óréttlátt að þurfa að horfa á eftir því. Hitt er eðlilegara að horfa á eftir fullorðnu fólki þó söknuðurinn sé samur.

  4. Anna Sigga says:

    Sorglegt mál!
    Kveðja (er að spara hendina)!

  5. Linda says:

    Æ það er svo sorglegt og erfitt að þurfa að horfa á eftir ungu fólki, tala nú ekki um ef það lætur lífið á svo ómannúðlegan hátt..
    Mikið ertu samt dugleg að horfa á ljósu punktana í lífinu þrátt fyrir allt og allt.. Þú ert alveg til fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni..
    Farðu vel með þig Ragna mín..

Skildu eftir svar