Afmæli – flugeldasýning.

Æskuvinkonan mín hún Edda Garðars var að halda upp á 60 ára afmælið sitt í dag með stórfjölskyldunni og fáeinum vinum. Veislan var haldin í nýjum stórum sumarbústað sem þau fengu á leigu í Reykjaskógi. Gestirnir voru á öllum aldri þeir yngstu enn í móðurkviði en þrír slíkir einstaklingar mismunandi langt á veg komnir voru á staðnum. Þetta var mjög skemmtilegt afmæli enda ekki við öðru að búast því Það er alltaf svo mikil gleði og fjör í kringum Eddu og það brást ekki heldur að þessu sinni. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að sækja afmælistertuna í Guðnabakarí hérna á Selfossi og koma henni á staðinn. Ég var mætt á staðinn uppúr klukkan eitt og það var auðvitað svo gaman að ég kom ekki heim fyrr en rúmlega sjö.


Haukur kom svo heim í kvöld úr vinnusyrpunni og við vorum búin að ákveða að fara í sléttusönginn og flugeldasýninguna hérna á Selfossi  en þegar við vorum að fara út úr dyrunum kom þvílík hellirigning og hvessti líka svo við snerum við og ákváðum að það hlyti að vera hætt við þetta.  En á slaginu ellefu heyrðum við að flugeldasýningin væri að byrja, sem þýddi að þeir hættu sko alls ekki við. Við horfðum svo á flugeldasýninguna eins og best var á kosið í útidyrunum hjá okkur og snerum svo aftur inn í hlýjuna. Það er ennþá alveg ausandi rigning. Ætli við tökum ekki eins og eitt „Scrabble“ fyrir háttinn.


Meira á morgun.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar