Góða helgi.

 

Hér hefur ríkt mikil spenna í tæpan sólarhring.  Vonandi hef ég góðar fréttir að færa á morgun laugardag. Lengri verður þessi færsla ekki fyrr en ég segi ykkur um hvað málið snýst.

Góða helgi ! 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

10 Responses to Góða helgi.

  1. Svanfríður says:

    Ef spennan er vegna dóttur þinnar þá vona ég og bið að allt gangi vel.

  2. Anna Sigga says:

    Ég hugsa til ykkar!
    Bíð spennt eftir fréttum! Kveðjur til ykkar allra!!!

  3. afi says:

    Spennufall?
    Vonandi fer að losna um spennuna áður en það verður algjört spennufall hjá okkur hinum líka. Annar kemur þetta bara þegar það á að koma. Góða helgi.

  4. Þórunn says:

    Góðar kveðjur
    sendum við frá Portúgal með von um að allt gangi að óskum og öllum líði vel.
    Þórunn og Palli

  5. Ragna says:

    Já kannski er ég óhemja, en svona eru mömmur bara þegar barnabörnin eru að koma í heiminn. Legvatnið fór fyrir klukkan tvö í fyrrinótt og hún enn heima vegna annríkis á spítalanum.
    Maður má nú vera smá stressaður þó eflaust sé allt í lagi.
    Þakka ykkur fyrir kveðjurnar.

  6. afi says:

    Þetta er að verða óþolandi spenna.

  7. Ragna says:

    Já, biðin er erfið.
    Já Afi sæll, þetta er svo sannarlega óþolandi spenna. Þau eru sem betur fer komin á fæðingrdeildina en ekkert hefur enn gerst.

  8. Þórunn says:

    Biðin er erfið
    Ragna mín, ég er næstum því eins spennt og þú, er alltaf að líta inn á síðuna þína. Vonandi gengur allt vel, það er léttir að þau skuli vera komin á spítalann. Þá gerist eitthvað bráðum. Sendi góða strauma til ykka.
    Þórunn

  9. Anna Sigga says:

    Stend mig að því að halda niðri í mér andanum!
    Skyldi eitthvað vera að gerast eða fær Oddur Árna afmælisgjöf? Sendi líka góða strauma líkt og Þórunn.

  10. Stefa says:

    Við sendum okkar hlýjustu strauma úr Njörvasundinu. Vonum að þetta sé bara allt í sómanum hjá þeim Guðbjörgu og Magnúsi.

    Kveðja,
    Stefa og Rúnar

Skildu eftir svar