Sunnudagur

Ég var svona að dútla ýmislegt hérna heima framan af deginum. Sigurrós hringdi í morgun og sagði að sig langaði til að skreppa austur seinni partinn en fyrst yrði hún að fara upp í skóla og klára eitthvað fyrir morgundaginn. Hún var sko líka þar í allan gærdag að undirbúa eitthvað Við ákváðum síðan að hittast klukkan fjögur úti í Eden því stelpurnar mínar áttu báðar eftir að sjá málverkasýninguna hans Jóns. Guðbjörg sótti mig, hún fór reyndar fyrst upp í skóla að sækja eitthvað sem hún ætlar síðan að vinna heima í kvöld.  Alveg er það makalaust hvað þetta kennarastarf er mikið hugsjónarstarf. Fyrir þessa endalausu heimavinnu og vinnu um helgar fæst nefnilega ekkert greitt aukalega.


Við borðuðum öll hérna saman þ.e. Guðbjörg og börnin og Sigurrós. Jói kom ekki með því hann var á kafi í lærdómnum. Nú er hann að taka lokaárið sitt í tölvunarfræðunum. Ég er nú ekki viss um hvað þetta er kallað allt saman en ég veit bara að hann bætti einu ári við námið sem hann lauk í vor til þess að hafa allar gráðurnar í þessu á hreinu.


Nú er Sigurrós farin aftur í bæinn því hún tók ekki nógu mikið plast með sér til þess að klára að plasta nafnspjöldin sem hún var með svo hún bara dreif sig til þess að klára þetta heima. 


Já það eru breyttir tímar síðan maður var í fyrsta bekk, þá var nú ekki hugsað um að matreiða námið okkar með öllu þessu stórskemmtilega föndri og útklipptum stöfum eftir kúnstarinnar reglum. Kennarinn í gamla daga þurfti ekkert nema krít og töflu, reyndar voru stundum til litaðar krítar sem var svaka flott. En upp á töflu voru stafirnir skrifaðir og svo var auðvitað lesið í Gagni og gamni.  Já, þegar maður hugsar til baka þá sér maður að breytinga var vissulega þörf.  Það er eins og með stærðfræðikennsluna. Nú miðast hún við að börnin læri að skilja stærðfræðina en okkur var bara kennt þetta eins og páfagaukum. Maður lærði einhverjar aðferðir sem maður gat reiknað með en skilningur á stærðfræði virtist alveg óþarfur á þeim tíma.


Ætli ég láti ekki þessum vangaveltum mínum lokið að sinni.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Sunnudagur

  1. Jói says:

    Tölvunarfræðingur
    Heitir það og er B.Sc-gráða. 2 ára námið veitir enga alvöru gráðu.

Skildu eftir svar