Halló, hér er ég

 
Komin heim eftir mjög góða Danmerkurferð.
 
Við komum heim í nótt og ætluðum að sofa út en konan vaknaði korter fyrir átta í morgun og ekki viðlit að koma sér aftur í svefngírinn eftir þennan tæplega 5 tíma svefn.
 
Við vorum svo þreytt þegar við komum austur í nótt að töskurnar standa enn frammi í forstofu óopnaðar.  Guðbjörg mín hafði verið svo sæt að vera búin að kaupa handa okkur flatkökur og fleira gott sem við gæddum okkur á þegar við komum heim í nótt og svo fórum við bara beint í rúmið. 
Nú hlakka ég til að setja inn myndirnar mínar en fyrst skal tekið upp úr töskunum og öllu komið á sinn stað.
 
En ferðin var alveg yndisleg og Hulla, Eiki og þið öll, þakka ykkur fyrir samveruna og hvað þið gerðuð þetta allt gott og skemmtilegt fyrir okkur.
 
Þetta verður ekki lengra. Ég varð bara að tengja mig aðeins við ykkur bloggvinir kærir en nú er að taka til hendinni og svo kemur meira seinna og myndir manni minn – nóg verður nú af þeim.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Halló, hér er ég

  1. Sigurrós says:

    Velkomin heim! 🙂

  2. Linda says:

    Velkomin heim elsku Ragna.. þín var saknað..

  3. Anna Sigga says:

    Velkomin heim!
    Bíð spennt eftir myndunum! Farðu vel með þig Ragna mín!

  4. Þórunn says:

    Velkomin
    Velkomin heim Ragna mín, mikið er búið að vera tómlegt hérna á síðunni þinni, ég er oft búin að gá að þér. Það verður gaman að sjá myndirnar og heyra ferðasöguna. Bestu kveðjur.

  5. afi says:

    Spennandi ferðasaga
    .. og myndskreytt, í vændum. Við eigum von á góðu. Velkomin heim í heiðardalinn.

Skildu eftir svar