Ferðasagan okkar – fyrsti hluti

Við vorum svo heppin að hann Eiki tengdasonur Hauks tók á móti okkur í Billund til þess að aka bílaleigubílnum okkar niður í Vemmingbund. Það var ausandi rigning og komið myrkur svo við vorum aldeilis fegin að þurfa ekki að vera að villast þarna alla nóttina og húsið í Vemmingbund hefðum við aldrei fundið fyrr en við dagsbirtu. 

Þegar við, eftir nærri tveggja tíma akstur komum í húsið var Hulla, sem hafði sótt lyklana áður en hún fór á kvöldvakt á elliheimilinu, búin að setja utanum rúmfötin, kveikja upp í arninum og steikja handa okkur nautasteik. Það gat því ekki verið yndislegra hjá okkur að koma í húsið.

danmork1bjpg.jpg        danmork2b.jpg

Aldrei áður hef ég borðað nautasteik eftir miðnætti en þetta var hvílíkt ljúffengt og notalegt og Eiki brá sér í þjónshlutverkið og þjónaði okkur til borðs. Þau gátu hinsvegar ekki stoppað lengi því klukkan var að verða eitt um nóttina og þau áttu eftir að aka heim til sín.

Fyrstu dagana var veðrið ekkert sérstakt, blautt og fremur kalt svo við notuðum tækifærið og ókum um til að átta okkur á umhverfinu. Fórum í matarboð til Hullu og Eika í Bojskov og fórum í Gråstein og skoðuðum m.a. pappírssafnið, en þar er þessi mynd tekin.

danmork3.jpgSvo Síðan fór nú heldur betur að lagast veðrið og sólin braust fram úr skýjunum. Hitinn hækkaði svo með hverjum deginum sem leið þar til við fórum heim en þá var hann kominn í 25°.

Þessa mynd tók ég af dögun einn morguninn sem ég vaknaði fyrir klukkan fimm. Myndin er tekin út um dyrnar á veröndinni hjá okkur.

danmork4.jpg Hér koma svo nokkrar fjölskyldumyndir

danmork5.jpg danmork6.jpg

Hulla, Atli Haukur og Lena  og svo er þessi af Dönu Maríu og Hönnu vinkonu hennar.

danmork7.jpg danmork8.jpg

Haukur með Hugljúfu sinni  og svo koma pjakkarnir Atli Haukur, Júlli og Jói minnsti prinsinn

Þessi ferð var svo vel heppnuð og húsið sem við leigðum hreint og fallegt og umhverfið alveg yndislegt. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en set kannski inn smá texta með myndum af fallegum stöðum næstu daga því nóg er af myndunum.

En þennan fyrsta pistil ætla ég að enda með með mynd af Eika og strákunum þar sem þeir sitja í rjóðri strákanna á heimili þeirra í sveitinni í Bojskov. Þarna eiga strákarnir sinn kofa og eldstæði og þegar vel viðrar les Eiki framhaldssöguna fyrir þá þarna við varðeldinn.

 

danmork9.jpg

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Ferðasagan okkar – fyrsti hluti

  1. Ragna á AK says:

    Sæl nafna mín og verið þið velkomin heim.Gaman verður að fylgjast með ferðasögunni og er ég strax orðin spennt og ekki spilla myndirnar kveðja

  2. Þórunn says:

    Ferðin
    Þetta hefur greinilega verið óvenjuleg og skemmtileg ferð. Það er spennandi að eiga von á fleiri ferðapistlum, í máli og myndum.

  3. Svanfríður says:

    Velkomin
    Velkomin heim elsku Ragna mín. Gaman að sjá skrifin þín aftur:) Þetta eru skemmtilegar myndir hjá þér og hlakka ég til að sjá fleiri. Frábært hversu vel var tekið á móti ykkur við komuna, svona á þetta að vera!:)

  4. Hulla says:

    Við segjum bara en og aftur, tkk fyrir samveruna 🙂
    Það var yndislegt að fá ykkur hingað út og við vonum að verði ekki langt þanngað til við sjáumst aftur. Og þá væri nú ekki verra að við værum smá í fríi. Hlakka til að skoða allar myndirnar…
    Ástar og saknaðar kveðjur héðan Hulla,Eiki og familía

  5. afi says:

    Gengið á ýmsu.
    Eins og vera ber. Nú er hitastigið þarna úti farið að nálgast 30 gráðurnar. Allt er gott sem endar vel.

  6. Linda says:

    Það er alltaf gaman að lesa sögurnar þínar Ragna og þessi er og verður engin undantekning.. svo skemma nú myndirnar ekki.. fallegar myndir sem þú tekur..

  7. Anna Sigga says:

    Frábærar myndir.
    Þú klikkar ekki á réttu augnablikunum! Farðu vel með þig, Ragna mín!

Skildu eftir svar