Kirkjugarðarnir.

Mikið óskaplega hefur mér liðið illa yfir því að vera ekki búin að fara og athuga hvernig leiðin í kirkjugarðinum litu út. Við ákváðum því í gær að fara í kirkjugarðsferð til borgarinnar.
Við byrjuðum í Gufunesinu og dyttuðum að leiði Odds heitins. Veðrið var svo yndislegt að maður gat bara verið á stuttermabol í blíðunni. Það er orðinn svo mikill gróður þarna í Gufunesgarðinum að maður er farinn að heyra fuglasöng þar eins og í Fossvogsgarðinum. Mér finnst alltaf eitthvað svo sérstakt við fuglasönginn í kyrrðinni í kirkjugörðunum. Einhvernveginn eins og verið sé að hafa samband við mann.
Við fórum síðan yfir í Fossvoginn að leiði foreldra minna. Íslenska Burnirótin sem ég gróðursetti á leiðið þeirra er að verða allt of stór og farin að skyggja á nöfnin á steininum. Þessi Burnirót er hinsvegar afleggjari af annarri sem foreldrar mínir fluttu með sér í garðinn á Kambsveginum úr einhverri ferð sinnii um landið og þessvegna vil ég helst ekki fjarlægja hana. Við grisjuðum svo að hægt væri að lesa nöfnin á steininum og settum blóm í vasann og á meðan sungu fuglarnir í garðinum alveg látlaust fyrir okkur.

Mér leið alveg rosalega vel þegar við vorum búin að fara á þessa tvo staði og ég gat fullvissað mig um að nú liti allt vel út.

Í góða veðrinu fórum við svo í bíltúr um miðbæinn og skruppum síðan í kaffi og tertu í Nornabúðina á Vesturgötuna til þeirra Evu og Heiðu. Það verður enginn svikinn af kaffinu hjá þeim því það er sannkallað EÐALKAFFI og ekki skammaði súkkulaðitertan uppá.

Við ókum svo heim eftir að hafa sótt póstinn hans Hauks á Austurbrúnina og vorum komin heim um kvöldmatarleytið sæl og ánægð með dagsverkið.

Mig langar til að setja inn þessa mynd af sólarlaginu í Sælukoti um helgina. solarlag_saelukot.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Kirkjugarðarnir.

  1. Svanfríður says:

    Það kemur alltaf glotti á varir mínar þegar ég les um þig og bakkelsi:)Þú ert sælkeri hinn mesti sem þýðir að þú og maðurinn minn yrðu bestu mátar!

  2. Ragna says:

    Ef þú heldur
    að ég sé sælkeri þá ættir þú að hitta hann Hauk þá hittir þú alvöru sælkera. Ég gæti lifað af að fá ekki kökur með miðdegiskaffinu, en ég held bara að hann gæti það alls ekki.

  3. afi says:

    Gott mál
    Við í ömmubæ stefnum alltaf að því að ljúka kirkjugarðsstússi fyrir sjómannadaginn. Seinni umferðin er eftir, að sjáhvernig til hefur tekist. Það er leitt að sjá hversu illa er hirt um sum leiðin. Það er nú kosturinn við þessi fjölæru blóm að alltaf er hægt að grisja. afa sýnist að rauða salladið þitt heiti Skógarsallad. Það getur sáð sér mjög mikið. Eins og þú eflaust veist.

  4. Ragna says:

    Má borða það?
    Takk fyrir upplýsingarnar afi. Mér var tekinn vari við því að þetta gæti breitt úr sér en ég held að því ætti að vera óhætt í pottinum. En Skógarsalat – ætli það megi borða það?

  5. Linda says:

    Mikið er ég sammála þér í sambandi við kyrrðina og fuglasönginn í kirkjugörðunum.. Það er einhver sæla sem læðist um mann og maður veit þá að allt er í lagi og eins og það á að vera..
    Farðu vel með þig Ragna mín..

Skildu eftir svar