Hún á afmæli í dag

Hún Edda Garðars æskuvinkona mín sem mér þykir svo vænt um á afmæli í dag.

Við eigum sameiginlega mikið safn af minningum frá uppvaxtarárum okkar á Kambsveginum og allar götur síðan og höfum deilt saman gleði og sorgum. Það er ekkert til betra en að eiga góða vinkonu. Ég las einhversstaðar að vini gæti maður eignast á fáeinum sekúndum en það tæki alla ævina að eiga góða vini.

Ég sendi Eddu mínar allrabestu afmæliskveðjur enda er hún mín allrabesta vinkona.

Hér erum við stöllur í einum af okkar skemmtilegu saumaklúbbum

egg06.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Hún á afmæli í dag

  1. Edda systir says:

    afmæli
    Til hamingju nafna mín og takk fyrir síðast . Það var svo gaman að fá ykkur stelpurnar í heimsókn í Sóltún 35

  2. Þórunn says:

    Vinir
    Innilega til hamingju báðar tvær, bæði með afmælið og að eiga hvor aðra að, það er ómetanlegt.

  3. Kolla says:

    Æskuvinkonur
    Mikið eruð þið fallegar vinkonurnar, bæði utan og innan! Þú bjargaðir mér í morgun Ragna mín! Ég vissi að Eddu afmæli var í nánd, en ekki alveg daginn. Ég kíkti á bloggið þitt – og gat þar með sent Eddu smá afmæliskveðju. Sjáumst vonandi bráðum.
    Kolla í Washington vestra.

  4. afi says:

    Hamingjuóskir
    Til hamingju með daginn, ekki spurning.

  5. Edda says:

    Takk
    Elsku Didda mín takk fyrir fallegu kveðjuna þína, góður vinur er gulli betri. Bestu þakkir til ykkar sem lögðuð orð í belginn. Edda mín, takk sömuleiðis fyrir síðast – það var svo gaman að fá að koma til þín og sjá fallega heimilið þitt.
    kær kveðja
    Edda Garðars

Skildu eftir svar