Ömmustubburinn 7 ára í dag 22. ágúst.

Ömmustubburinn minn hann Oddur Vilberg á afmæli. Það verður nóg að gera hjá honum í dag því það er fyrsti almenni skóladagurinn og svo fær hann vini sína í veislu eftir hádegið.

oddur7.jpg

Hann er enn ekki búinn að gefa merki um að hann sé orðinn of stór til þess að láta  kalla sig ömmustubbinn minn. Í vetur vildi hann alls ekki að ég hætti því og þá gerðum við samning um að hann léti mig vita þegar hann væri orðinn of stór til að vilja láta kalla sig ömmustubb.

Hann skríður enn upp í fangið á ömmu og þykir gott að láta knúsa sig, þ.e.a.s. þegar hann má vera að því en það er oft mikið að gera hjá svona stubbum að leika við vini sína, hoppa á trampolínum og sparka í bolta. Amma segir bara

Til hamingju með daginn

elsku Oddur Vilberg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Ömmustubburinn 7 ára í dag 22. ágúst.

  1. Hulla says:

    Til hamingju með ömmustubbinn
    Vona að dagurinn verði frábær hjá honum.
    Sakna ykkar og var að pæla í hvort þið væruð ekki á leið í haustferð til danaveldis? :o)

  2. afi says:

    Aldrei of stór
    Óska þér og ömmustubbnum innilega til hamingju með daginn.

  3. Stefa says:

    Innilega til hamingju með stubbinn – frábært samkomulag sem þið hafið gert með ykkur varðandi nafnbótina 😀

    Bestu kveðjur úr Njörvasundinu,
    Þín Stefa

  4. Þórunn says:

    Hamingjuóskir
    Það er sannarlega stór dagur hjá stubbnum og þér í dag, innilega til hamingju bæði tvö.
    Það er dásamlegt að eiga svona stubb og annan til vara þegar þessi verður of stór.
    Hamingjuóskir frá okkur Palla,
    Þórunn

  5. Sigrún í Mosó says:

    Til hamingju með
    Til hamingju með ömmustubbinn- frábært samkomulag hjá ykkur. Alltaf jafn gaman að skoða síðuna þína.

  6. Ragna says:

    Takk fyrir
    Þakka ykkur fyrir allar afmæliskveðjurnar. Alltaf svo gaman þegar margir leggja orð í belginn.

Skildu eftir svar