Græni liturinn.

Nú er komið að því að sýna ykkur litinn á pallinum hjá mér. Hvernig finnst ykkur nú hafa til tekist? Birtan er nú þannig á þakinu á þessari mynd, að það sést ekki vel græni liturinn á því en hann er nánast sá sami og á kantinum.

liturinn.jpg

Við byrjuðum á því að mála tvær hæstu grindurnar og komumst ekki lengra í það skiptið og ég verð að játa að ég vaknaði um nóttina í stresskasti og vonaði að mig hefði bara verið að dreyma að við hefðum málað svona dökkt í kringum pallinn. Ég fór líka upp í Húsasmiðju morguninn eftir og talaði við Jóa í málningardeildinni (tengdason systur minnar). Ég spurði hvort það væri hægt að lýsa þetta aftur seinna ef við settum svona dökkt á núna. Hann sagðist hafa séð þetta um morguninn þegar hann fór framhjá og þetta væri alveg rosalega flott, við skyldum bara halda áfram.

Nú er sem sé búið að mála allt að utan og nú er ég með hnút í maganum að ætla að setja þennan dökka lit innaná líka. Ég held hinsvegar að það verði að vera sami liturinn því það sést víða í innanálitinn því grindurnar eru misháar.

Ég á því enn eftir að ganga með hnútinn í maganum í óvissu en við komumst ekki í að klára að mála fyrr en það er rakinn þurrkur því þessi málning er svo lengi að þorna og ef það rignir á hana fyrsta sólarhringinn þá byrjar hún að skolast af.

Hugsið nú hlýlega til mín og segið mér ykkar skoðun, ekki bara það sem ég vil heyra heldur hvað ykkur finnst.

Ég bið ykkur vel að lifa og reyni að þrauka sjálf þar til allt liggur ljóst fyrir – eða átti ég heldur að segja liggur dökkt fyrir.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Græni liturinn.

  1. afi says:

    Fjarska fallegt
    Þetta er aldeilis flott og fínt hjá þér. Ekki dökknar liturinn með tímanum, það máttu bóka. Og blómin, maður lifandi þau gera þetta ennþá fallegra. Liggur við að afi öfundi þig pínu pons. Það held ég að hvíti skjólveggurinn hans afa sé orðinn dökkur svona líka eld rauður, þannig að nágrannarnir fengu áfall. Þú mátt vel við una og vera ánægð með þetta.

  2. Edda says:

    fallegt
    Didda mín,
    mikið er þetta fallegt hjá þér – kemur svo sem ekki á óvart.
    kær kveðja
    þín Eddagg

  3. Þórunn says:

    Allt er vænt sem vel er grænt
    Hérna finnst mér eig vel við þetta gamla máltæki. Mér finnst liturinn alveg frábær, ég segi alveg satt, þetta tónar svo vel við gróðurinn og þakbrúnina. Og svo verður alveg öruggt að þú hefur eitthvað grænt í kringum þig í vetur. Svon nú kona góð, hentu burt þessum hnút úr maganum og haldið áfram að mála þegar næsta tækifæri gefst.

  4. Svanfríður says:

    Elsku Ragna. Ekki finnst mér að þú þurfir að vera kvíðin því mér finnst liturinn og það sem ég sé vera mjög smekklegt, fallegt og viðkunnalegt. Ég held svei mér þá að liturinn hafi valið þig en ekki öfugt. Í þínum sporum væri ég glöð með útkomuna og það segi ég alveg satt.

  5. Ragna says:

    Þið eruð svo frábær og
    uppörvandi. Líklega hafið þið rétt fyrir ykkur og ég á auðvitað að fara að slappa af. Allavega þangað til ég sé litinn innaná og ef hann verður allt of dökkur þá verðum við bara að bregðast við því á einhvern hátt. Nú er bara að bíða eftir þurrkinum.

Skildu eftir svar