Getur verið að veturinn sé að koma???

Mikið rosalega var kalt í morgun, hitinn á mælinu norðan megin var rétt yfir 5°um áttaleytið . Við fundum reyndar í gær hvað það var farið að kólna í lofti. við vorum nefnilega úti að mála grindurnar á pallinu og manni var orðið hræðilega kalt þegar leið á daginn. Ég varð svo slæm af gigtinni í morgun að Haukur bannaði mér að halda áfram. Hann er hinsvegar dúðaður úti að mála en ég inni að baka handa honum hjónasælu til að fá með heitu kaffinu þegar hann kemur inn á eftir. Þar sem ég stóð í ylnum í eldhúsinu og horfði út um gluggan og sá hann úti í kuldanum þá datt mér þetta í hug svona í Ærutobba stíl

Einn er úti að mála
yl hússins fjær.
Mikið vildi ég að
við hefðum klárað þetta í gær.

Ég var heppin að hafa klippt þessa útsprungnu rós (14 cm í þvermál) af Wiskey Mac rósinni í gærkvöldi. Þær voru þrjár svona stórar en hinar tvær sem ég skildi eftir urðu ónýtar í nótt.

Best að kíkja hvort hjónasælan er bökuð.

ros1.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Getur verið að veturinn sé að koma???

  1. Svanfríður says:

    Ég hef svo gaman að svona vísum.

  2. MMM says:

    Vísa
    Ein er inni að baka – eitthvað gott í maga – ég gæti hugsað mér að vera – í kaffi hjá þér í marga daga.

  3. Þórunn says:

    Fjölhæf
    Þú ert sannarlega fjölhæf Ragna mín, mikið hefur það verið notalegt fyrir Hauk að fá nýbakaða „sælu“ þegar hann kom inn úr kuldanum. Það hefur greinilega verið mikið fjör hjá ykkur í saumaklúbbnum.

  4. afi says:

    Haust
    Vísan er góð og rósin falleg. Sælan vafalaust bragðast vel, hvað er hægt að hugsa sér það betra? Nú haustar senn, hélað grasið í morgunsárið ber þess ljósan vott.

  5. Linda says:

    Falleg vísan og ég get næstum fundið ylinn af hjónabandssælunni.. mmmmmm..

    Ástarþakkir fyrir okkur elsku Ragna og fyrir að hafa gefið þér tíma til að taka á móti okkur á fallega heimili þitt.. Þú og Haukur eru höfðingjar heim að sækja..

Skildu eftir svar