Sumir dagar góðir – aðrir verri.

Við Haukur skruppum í smá ferð í gær og tókum Karlottu með okkur. Afi smurði nesti og lagaði kaffi og við fórum upp í Reykjadal, kroppuðum aðeins ber og nutum þess að vera úti í góða veðrinu og sitja og borða saman nestið okkar.

Svona höfðum við það huggulegt

ammma_karlotta.jpgSvo var alveg yndislegt sólarlagið í gærkveldi en ég náði ekki alveg nógu snemma  niður að á til þess að smella af mynd því ég var ekki heima þegar ég tók eftir því hvað himinin var fallegur, og aldrei þessu vantvar ég ekki með myndavélina á mér.

En,svona leit sólarlagið út þegar ég tók myndina.

solarlag7.jpgSvo er það dagurinn í dag . Hann var engan veginn eins góður og byrjaði nú ekki beint vel. Þegar ég var á leið í sjúkraþjálfun í morgun þá var keyrt á mig. Ég var að aka inni í hringtorginu og var um það bil að fara út úr því þegar bíll kom á fullri ferð og beint inn í hringtorgið eins og hann væri Palli einn í heiminum og small á nýja fína bílnum mínum af  öllu afli.  Þetta var útlendingur líklega Portúgali og það var erfitt að skilja orð af því sem hann sagði. Fyrst hélt ég að hann ætlaði að stinga af því hann bakkaði strax, fór fram úr mér og ók inn í næstu götu og ég á eftir því ég ætlaði ekki að láta hann sleppa. Hann stoppaði hinsvegar og ég kallaði á lögregluna.  Strákurinn var svo stressaður og það eina sem ég skildi var að hann bað í sífellu um eitthvað að reykja. Hann var hinsvegar óheppinn því ég var sko ekki rétta manneskjan til þess að uppfylla þá bón hans og hann varð að hafa það að fá ekkert að reykja.

Það er sko ekki falleg afturhurðin og inn á afturbrettið núna.
Myndin er nokkuð dökk því ég tók hana áðan og það er farið að rökkva. 

skemmd.jpg

Ég kveð, þakklát fyrir að vera sjálf heil á húfi – hitt er hægt að laga það hefði getað farið verr.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Sumir dagar góðir – aðrir verri.

  1. afi says:

    Ææ þetta var leiðinlegt. Svo má alltaf hugga sig við að verra gæti það verið. Gott að enginn slasaðist í þessu óhappi. Vonandi kemst bíllinn í samt lag sem fyrst.

  2. Svanfríður says:

    Ég segi það sama, bílinn er hægt að laga þó það sé líka sárt með hann en þú ert mun mikilvægari og því er frábært að heyra að þú skulir vera heil á húfi.

  3. Þórunn says:

    Lán í óláni
    Það var gott að heyra að enginn meiddist í þessum árekstri, en það er óneitanlega leiðinlegt að horfa á nýja bílinn sinn svona klesstan fyrir utan hvað hljóðið er ónotalegt þegar járnið krumpast saman við skellinn.

Skildu eftir svar