Fyrsti vetrardagur .

Nú er Vetur konungur formlega genginn í garð og þó hann hafi ekki mætt með neinum látum þá lét hann vita af komu sinni með köldum gusti en Sumar drottning virðist hins vegar eitthvað hafa ruglast í ríminu og veit ekki hvort hún er að fara eða koma. Hún er núna loksins að koma með sólardagana sem við biðum með óþreyju í allt sumar, a.m.k. hér sunnan heiða. Við skulum vona að hún verði ekki svona ráðvillt og lasleg þegar hún mætir á Suðurlandið í vor svo við fáum notið alls þess besta sem hún hefur uppá að bjóða.

Mér datt í hug að taka aðeins myndir í garðinum
í tilefni þess að það er fyrsti vetrardagur í dag.
Það er alls ekki svo vetrarlegt um að litast.fyrsti_vetr2.jpg

… og enn eru að springa út rósir á pallinum.

fyrsti_vetr3.jpg

Ég þakka ykkur öllum fyrir skemmtilegheitin í sumar
og hlakka mikið til vetrarstundanna með ykkur.
Góðan og gleðilegan vetur!

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

8 Responses to Fyrsti vetrardagur .

  1. Svanfríður says:

    Takk fyrir sumarið sömuleiðis elsku Ragna:) Hugsaðu þér..23.okt og enn koma rósir!

  2. afi says:

    Blómlegt.
    Þrátt fyrir að vetur konungur er genginn í garð er alltaf blómlegt í Rögnugarði. Takk fyrir sumarið. En blátt lítið blóm eitt er sem þarf að komastí fóstur. Er pláss?

  3. Ragna says:

    Blátt lítið ….
    Þú mátt hvísla því afi, að litla bláa blóminu að það sé velkomið í Rögnugarð.

  4. afi says:

    Hrætt
    Hætt er við að blóminu bláa sé ekki vel við að ferðast aleitt með rútinni. ??

  5. Ragna says:

    Fuglinn fljúgandi
    Satt segir afi. Ætli ég verði ekki að semja við fuglinn fljúgandi og biðja hann um að taka það í nösina sína, hann getur fengið hjá mér korn að launum í vetur.

  6. Linda says:

    Þakka fyrir og sömuleiðis elsku Ragna..

  7. Þórunn says:

    Vetur konungur
    Það er ekki að sjá að veturinn sé kominn hjá þér, einstaklega fallegur gróður í kringum þig. Ég óska þess að veturinn fari mildum höndum um þig og þakka þér fyrir góð samskipti á liðnu sumri.

  8. Mikið eru nú rósirnar fallegar hjá þér Ragna og í dag er kominn snjór, leiðinlegt…en vonandi verður veturinn mildur og eitthvað af birtu handa ykkur, hér er byrjað að rigna og bændur að vonum kátir, kveðja, Gurrý

Skildu eftir svar