Mikið að gera.

Alllt gott að frétta af mér þessa fyrstu vetrardaga. Mér brá samt nokkuð í morgun þegar ég leit út en þá var svona umhorfs á pallinum

 vetur2.jpgÞað er alveg augljóst að Vetur konungur er buinn að marka sér næstu árstíð svo nú þýðir ekkert fyrir óútsprungnar rósir eða lítil blóm að vera að reyna að gera sig falleg fyrr en næsta vor. Það hefur allt verið hvítt hérna í dag og þegar Haukur kom austur um kvöldmatarleytið var snjór og fljúgandi hálka á Hellisheiðinni.

Þetta verður svona örpistill hjá mér því það er mikið að gera um helgina og ég á ekki von á því að kveikja á tölvu fyrr en í fyrsta lagi á mánudag.  Ég segi ykkur kannski þá hvað ég hef verið að bralla – maður getur hvort sem er aldrei þagað yfir neinu síðan maður fór að blogga. Heimsbyggðin þarf víst alltaf að vita hvert fótmál, eða það heldur maður a.m.k.

Eigið góða helgi, gætið ykkar í umferðinni og látið ykkur líða vel.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Mikið að gera.

  1. afi says:

    Vetrarlegt.
    .. Og horfin sumarblíðan sagði skáldið. En blómið þitt bláa er komið í pott og bíður eiganda síns. Sumir virðast alltaf geta á sig blómum bætt.

  2. Ragna says:

    Þúsund þakkir.
    Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið Gleymdu ei mér.
    Ég hef ekki gleymt bláa blóminu.

  3. Svanfríður says:

    Ég fékk heimþrá við það eitt að skoða myndina þína..ég vona svo sannarlega að landið góða heilsi mér svona þegar við komum heim.
    En úr því að þú sagðir „blátt lítið blóm eitt er…“ þá vorum við tónmenntakennarastelpurnar saman í bústað. Mikið var sungið og þ.á.m þetta lag. Einn drengur var með okkur þarna sem söng þetta lag fullum hálsi. Kom vísan, grínlaust, út úr honum á þennan hátt: blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið gleymdeimér,væri ég feigur fugl, flyg´ég til þín.
    Ég hlæ enn að þessu.
    Góðar stundir.

Skildu eftir svar