Haustfrí.

Það var komið að vetrarfríhelginni í skólanum hér í Árborg þessa nýliðnu helgi og eins og tvö síðustu haust þá var ákveðið að fara í bústað þessa daga – og ömmu og afa var boðið með. Ömmu fannst hún nú ekkert eiga það skilið núna að fara með því hún hefur ekkert passað eftir skóla í vetur en henni var samt boðið og var ekki lengi að þiggja.

Að þessu sinni var ferðinni heitið í Skyggniskóg en við Haukur höfum verið þar nokkrum sinnum og líkað vel.  Barnafjölskyldan fór strax á fimmtudeginum en afi og amma mættu eftir hádegi á föstudag. Útsýnið úr þessum bústað er alveg einstakt þar sem hann stendur hátt í hlíð. Það er frábært útsýni til allra átta en þessi mynd sýnir útsýnið í suður. 

Þó aðeins væri einn dagur liðinn frá blaðalestri fagnaði Magnús því að fá nýju blöðin.

reynistad1.jpgVið Við Haukur og Magnús fórum með stóru börnin í göngutúr um nágrennið. Ekki var farið troðnar slóðir heldur fékk afi að ráða og var farið yfir móa og skóga og yfir og undir gaddavírsgirðingar. Ekki vldi nú afi meina að við værum neitt villt en þetta var ævintýragönguferð í rigningunni og við sáum m.a. refagreni á leiðinni. reynistad2.jpg

 

 

 

Ég er ekki frá því að Oddur ömmustubbur hafi verið orðinn hálflúinn þegar við komum til baka, en minnsti stubbur var heima hjá mömmu í hlýjunni.

 

reynistad3.jpg

 

Það þarf aldrei að dekstra þetta unga fólktil að föndra þegar það stendur til boða.

 

 

 

Á sunnudeginum fórum við svo í bíltúr að Gullfossi og Geysi þar sem afi bauð öllum í kaffi.reynistad6.jpg

 

 

 

 

Nafna mínum þóttu þó trakteringarnar sem honum voru réttar eitthvað undarlegar alla vega miðað við fíneríið sem hinir fengureynistad5jpg.jpg.

 

 

 

 

 

 

Ég gat ekki stillt mig um að taka mynd niður fyrir tærnar á mér í einum göngutúrnum okkar. Maður tímdi varla að stíga til jarðar til að troða ekki á þessum fallega gróðri sem ýmist var grænn ennþá, orðinn rauðleitur eða hrímaður. Sólin gerði engan mun á litarhætti og skein jafnt á alla liti jarðarinnar.
reynistad4.jpg

Við ætluðum að vera fram á mánudag í sveitasælunni en amma gamla var orðin svo slæm í bakinu að afi varð að fara með hana heim á sunnudagskvöldið – spurning hvort það á að vera að drösla með sér svona gömlum prinsessum sem ekki geta sofið nema í sínum eigin forláta rúmum því baunin finnst í gegn í öðrum rúmum og láta fara vel um sig í Lazyboy stólnum heima hjá sér með hátt undir fótum og verða allar skakkar af að sitja í nýjum fínum leðursófasettum. Það kæmi mér ekki á óvart að þetta með gamlingjana verði endurskoðað fyrir næsta haust.

————————————-

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Haustfrí.

  1. Svanfríður says:

    Heima er best þó svo að aðrir staðir séu ekki slæmir.
    Falleg blómamyndin og skemmtileg bananamyndin af nafna.

  2. afi says:

    Upplifun
    Þetta hefur verið mikil upplifun fyrir stóra og smáa. Sannkallað ævintýri. Ekki sakaði að hafa ljósmyndarann góða með í för.

  3. Jólanta says:

    Sæl Ragna
    Ég rakst hér inn af síðunnin hans afa og komst í feitt þegar ég fann allar uppskriftirnar þínar. Takk fyrir þær!

    Ég er spennt að prófa þær allar!

    Hafðu það sem allra best .

    Vinarkveðja frá netverjanum Jólöntu

  4. Þórunn says:

    Hauststemming
    Eða ætti frekar að segja að það sé einskonar baðstofustemming á fyrstu myndinni, það sést út um gluggann að það er haustlegt og fólkið sem er inni, er allt önnum kafið hvert við sína iðju. Það er auðséð að öllum hefur liðið vel, ja nema þá ömmunni sem er á bak við myndavélina, gigtarskömmin læðist að á ólíklegustu tímum. Mikið eru annars allar myndirnar fallegar og hver þeirra segir sína sögu.

  5. Ragna says:

    Velkomin á síðuna mína.
    Jólanta, það er alltaf gaman að sjá ný nöfn á síðunni minni. Vonandi verður þú ekki fyrir vonbrigðum með það sem þú finnur í gestabókinni.

  6. Ragna says:

    Allt á góðri leið.
    Þakka ykkur fyrir heimsóknirnar. Þórunn mín ég ætla að segja þér að ég er nú farin að ganga upprétt aftur – varð bara að láta mig hafa það að taka gigtarpilurnar í nokkra daga og vera í bakbeltinu. Svo bjargar Trausti sjúkraþjálfari sjálfsagt því sem á vantar með nálastungum á morgun.
    Kær kveðja til ykkar allra.

Skildu eftir svar