Meira en nóg.

Já það er satt. Það er sko komið nóg af músasögum í bili a.m.k. Það hefur ekkert merki um mús sést síðustu daga. Músakassinn hans Hauks með koníaksbleyttu súkkulaði í hefur ekki tælt neitt til sín og þar að auki er komið hátíðnitæki í skúrinn, sem á að fæla allt nema eigendur skúrsins í burtu með hátíðnihljóðum. Annars er líka hugsanlegt að Haukur, sem er einn af þeim einstöku dýravinum sem aldrei verður flugu að bana,  hafi sagt nokkur vel valin orð við músina þegar hann kom austur og beðið hana vinsamlegast um að fara útfyrir svo hún pirri ekki húsmóðurina., svo vonandi er þetta allt saman úr sögunni.

Ég set því stóran punkt hér og sný mér að einhverju sem er skemmtilegra.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar