Dússý mín farin.

Það var hringt til mín klukkan hálf tvö í nótt og mér var tilkynnt að hún Dússý mín væri dáin. Hún hafði verið það mikið veik að það var ekki hægt að hjálpa henni. Það er erfitt á sjá á bak henni. Við höfum haft svo mikið samband um dagana, bæði fyrr og nú. Dagurinn í dag hefur farið í ýmsar hringingar og að koma auglýsingum í birtingu o.þ.h.  Þar sem ég hef svo góðan tíma og næði þá fannst mér sjálfsagt að ég tæki þetta að mér. Það er nóg annað sem þau þurfa að gera börnin hennar. Rut for út og er væntanleg heim annað kvöld. Þá frétti ég nú meira af framhaldinu.


Edda og Jón komu yfir til okkar í morgun og við fengum okkur morgunverð saman. Það er gott að við tvær sem eftir erum skulum nú vera svona nærri hvor annarri. Ég hef tekið eftir því hvað forsjónin hefur oft gripið í taumana og stjórnað í mínu lífi. Þetta er eitt dæmið um það. 


Ég læt þetta duga í bili.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar