Svona gengur nú ……..

Karlotta mín var illa haldin í ökklanum sínum á laugardaginn og af því að hún þarf að fara upp stiga í rúmið sitt, sem er hátt og skrifborð undir, þá  kom auðvitað ekki til greina að hún svæfi í því  og ákveðið var að Oddur færi úr rúmi fyrir stóru systur.  Amma var fljót að nota sér tækifærið og af því afi Haukur var í bænum að vinna,  þá sá amma sér leik á borði og fékkk ungan herra í rúmið hjá sér.

oddur1jpg.jpg

Á laugardagskvöldið skemmtum við okkur yfir söngvakeppninni og auðvitað kusum við þá sem okkur fannst skemmtilegastir en ekki fannst okkur nú úr miklu að velja í þetta sinn. 

Um hádegið á sunnudag var okkur svo boðið í ný rúnnstykki og kaffi í Grundartjörnina en næturgestur ömmu sagðist ekkert vera á förum heim til sín strax. Hann gaf sig þó með því loforði ömmu að hann mætti bara koma með henni heim aftur.  Þegar amma hinsvegar fór að huga að heimferð eftir góðgerðirnar þá  var stubburinn greinilega búinn að gleyma því að hann hafði ætlað aftur í Sóltúnið svo amma fór herralaus heim.

Karlotta mín í gifs upp fyrir hné

Það er af Karlottu minni að segja að henni leið mjög illa í fætinum alla helgina og í dag var tekið gifsið sem sett hafði verið til öryggis á hana á föstudaginn  og hún var mynduð aftur. Þá kom í ljós að það er sprunga í ökklanum og nú var mín sett í gifs langt upp á læri og alveg fram á tær. Svona þarf hún að vera næstu 4 – 6 vikurnar og má ekki tylla í fótinn. Síðan á að skoða hvort  hún þarf að vera þannig lengur eða hvort hún fær eitthvað lægra og má þá kannski fara að prufa að stíga í fótinn.

Það verða sem sé engir fimleikar  á næstu mánuðum og kannski ekki fyrr en næsta haust. Að öllum líkindum þarf hún að fara í sjúkraþjálfun þegar þessu lýkur til að æfa upp ónotaða vöðva, því það er svo erfitt þegar allur fóturinn er tekinn svona úr umferð.

 Mín reyndi samt að brosa til ömmu þegar hún smellti af henni mynd.

brot1.jpg

Svona gengur nú lífið fyrir sig hjá okkur hér á Selfossi þessa dagana. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Svona gengur nú ……..

  1. Þórunn says:

    En sú óheppni…
    fyrir ungu dömuna að lenda í þessu, það er enginn smá tími sem það tekur að jafna sig. Vonandi nær hún sér að fullu, en það hlýtur að vera erfitt fyrir svona starfsama stelpu að vera kippt úr öllu fjörinu sem hún er vön að taka þátt í. En…. amma græddi að minsta kosti eina nótt með ungan herra í bólinu hjá sér, svona er nú lífið. Bestu kveðjur frá okkur Palla, Þórunn

  2. Svanfríður says:

    Æi, hvað er að heyra og sjá. En hún á góða ömmu sem gott er að kúra hjá þannig að þetta er ekki alslæmt:)

  3. afi says:

    Æ, æ
    Þetta var nú slæmt. En unga fólkið er oft fljótt að jafna sig. Best er ó að fara að öllu með gát. Ekki var um auðugan laga garð að etja. Síðasta lagið kannski skást. Vonandi á þetta eftir að lagast.

  4. Linda says:

    Aumingja litla ömmustelpan.. Alltaf aumt að sjá litla krakka með gifs, en mig grunar svosem að ekki væsi um hana.. Hún á góða ömmu..

  5. Ragna says:

    Það er nú mamman, Magnús og systkinin sem eiga mestan heiðurinn af því að stjana við hana Karlottu mína þessa dagana, en amma ætlar nú að gera tilraun til að ræna henni einhvern daginn.

Skildu eftir svar