Annað hvort /eða.

Já það má nú segja að það er annað hvort /eða hjá mér. það er svona almennt búið að vera mjög rólegt í kringum mig í vetur en það var sko nóg að gera um helgina.

Á laugardaginn fórum við í bæinn og hittum á Austurbrúninni Bojskovbúana, fjölskyldu dóttur Hauks, sem býr á Jótlandi og er í heimsókn á Íslandi núna. Þau eru öll hérna nema Dana María, sem bjó hjá mér hérna á Selfossi um tíma þegar hún var í 10. bekk . það hefði nú verið gaman ef hún hefði komið líka en hún var ekki í fríi í skólanum, svo hún kemur bara seinna.

Eftir Austurbrúnina þá lá leiðin í Kópavog, nánar tiltekið í Auðbrekku, þar sem biðu hlaðin borð með þorramat og skemmtilegu fólki því þar var haldið þorrablót Borgfirðinga, Héraðsmanna og Vopnfirðinga. Dagskráin var mjög skemmtileg. M.a. kom Diddú og söng nokkur lög með tilþrifum, fann sér m.a. myndarmann í salnum og dansaði við hann á meðan hún söng ítalska ballöðu. Nú svo var auðvitað almennur dansleikur fram á nótt. Það var mikið gaman og mikið fjör. Mér finnst svo gaman að fara á svona skemmtanir.

Ég ók svo austur um nóttina því við áttum von á Hullu, Eika og krökkunum, ásamt Borghildi og Leonóru í kaffi og síðan í kvöldmat á sunnudeginum. Þau ætluðu að koma uppúr hádegi svo það var ágætt að vera komin austur til að vakna snemma á sunnudeginum og undirbúa daginn. Eins gott að uppáhaldsdrykkurinn minn þegar ég fer út að skemmta mér er blávatn með sítrónusneið í – ég fékk mér þó tvo pínulitla munnsopa af ísköldu brennivíni með hákarlinum það er nú ekki annað hægt svona fyrir stemninguna við matarborðið. En mikið skelfing er gott að þurfa aldrei að upplifa timburmenn. Það gerði ég bara í fyrsta skiptið sem ég ung smakkaði vín og sagðist aldrei ætla að drekka þannig aftur að ég yrði veik og fengi timburmenn og ég hef staðið við það síðan. Skemmtun í mínum huga er á undan, á meðan og á eftir – gaman út í eitt.

Æ, nú er ég búin að villast af leið og komin út í allt aðra sálma en til stóð, en dagurinn var fínn hjá okkur og það var mikið fjör í Sóltúninu þegar við vorum orðin tíu eins og negrastrákarnir forðum. það lifnar aldeilis yfir kotinu þegar svona margir koma í heimsókn.

Hér eru svo nokkrar myndir.

hu1.jpg

hu2.jpg

hu3.jpg

hu4jpg.jpg

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Annað hvort /eða.

  1. Þórunn says:

    Mikið fjör, mikið gaman
    Það er víst óhætt að segja um þessa helgi hjá þér eins og oft áður. Ég trúi að það hafi verið gaman á þorrablótinu, þar hefði ég örugglega verið ef ég hefði verið á Íslandi. Svo hefur þér tekist að töfra fram eitthvað gómsætt í Sóltúninu, eins og þín er von og vísa. Gaman að fá að taka þátt í þessu með þér. Kveðjur frá Palla og mér, Þórunn

  2. Hulla says:

    Elsku Ragna og pabbi.
    Við þökkum rosalega vel fyrir okkur. verst hvað við höfðum lítinn tíma saman, en við bætum úr því þegar þið komið til okkar í sumar eða haust.
    Og þvílíkar veitingar. Ég hugsa að við getum látið okkur nægja a borða aðeins um helgar næstu mánuðina. 😀
    Endalaust af kossum héðan. Hulla, Eiki og börnin

Skildu eftir svar