Ótrúlegt hugmyndaflug.

Ég var með þessa þrjá herramenn daglangt í heimsókn hjá mér í dag,
þá Odd Vilberg, Ragnar Fannberg og Dag Snæ.  

  drengir1.jpg

Þegar sá minnsti fékk sér lúr um miðjan daginn gaf ég hinum tveimur að drekka.
Eftirfarandi samtali varð amma vitni að þar sem þeir sátu við kaffiborðið:

"Oddur, veistu að það var einu sinni maður sem kveikti í móunum með því að reka við?"

"Ha, í alvöru. Kviknaði í?

"Já það kom svaka bál" 

" Sástu þetta, nei en Gunnar sagði mér þetta."

"Amma! Er hægt að kveikja í með því að reka við í grasi? "

Nei, ekki fannst ömmu það nú trúlegt en hún varð að passa sig að láta ekki sjá að það þurfti ekki mikla viðbót til að hún springi úr hlátri. 

"Já, en Gunnar sagði að þetta væri alveg satt".

Gamla konan sem var búin að upplifa ýmislegt á sinni löngu ævi gat ekki staðfest að Gunnar færi með rétt mál.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Ótrúlegt hugmyndaflug.

  1. Stefa says:

    Alveg heint dásamlegt
    Það eru forréttindi að fá að vera fluga á vegg hjá svona ungum mönnum. Dásamlegt hvaða sögur geta spunnist upp og öllu trúað á þessum aldri ef réttur aðili segir frá.

  2. Jóhanna says:

    Frábær hugmynd
    Þetta er frábært – alltaf jafn gaman að sjá / heyra samtöl barna, þau eru ótrúlega skemmtileg og hugmyndarík.

  3. afi says:

    Gas
    Skárra er það nú gasið.

  4. Svanfríður says:

    Já…um ýmislegt er spegúlerað. Það er gott en hversu mikið sannleiksgildi þessarar sögu er ætla ég ekki að hugsa um..hún er flott:)

  5. Linda says:

    Ég segi nú bara eins og afi.. skárra er það nú gasið..

  6. Guðlaug Hestnes says:

    það er..
    ekkert sem toppar blessuð börnin. Kveðja úr Hornafirði

  7. Rekaviður
    Hefurðu ekki bara miskilið blessað barnið? Var hann ekki að tala um að maðurinn hafi kveikt í mosa með reknum viði, rekavið?

Skildu eftir svar