Konudagur.

Haukur var rétt ófarinn í bæinn í dag þegar hann sagðist aðeins þurfa að skreppa frá og eftir nokkra stund birtist hann með  svo fallegan blómvönd handa mér og gjafakort á matsölustað og í klippingu. Hann vildi ekki að ég missti af konudagsblómunum  þó hann væri farinn í bæinn að vinna.

Til hamingju með daginn allar mínar kæru. 

konud7.jpg

Reyndar áttum við að vera í matarboði ásamt systkinum hans Hauks í Hafnarfirðinum í kvöld  en ég treysti mér engan veginn enda ekki orðin hitalaus enn og svo ferlega máttlaus. Haukur varð því að mæta einn til systur sinnar í matarboðið. Ekki efa ég að þau eiga öll eftir að skemmta sér vel við gítarspil og söng fram eftir nóttu ef ég þekki þau rétt.  Ég er búin að hlakka til í langan tíma að fara þetta en nú húki ég bara hérna heima og bíð eftir að horfa ein á útslitin í Eurovision. Mikið rosaleg vorkenni ég mér – tek ekki sjensinn á að nokkur annar geri það. – Uhu, uhu

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Konudagur.

  1. Svanfríður says:

    Jú víst! Ég finn nú barasta til með þér mín kæra…og veistu bara hvað? Hér með sendi ég þér eitt stórt knús:)

  2. Ragna says:

    Þakka þér fyrir knúsið Svanfríður mín. Það jafnast ekkert á við gott knús frá vinum. Ég gerði nú bara það besta úr kvöldinu, horfði á úrslitin í Eurovision, poppaði, talaði við sjálfa mig um lögin, flytjendurna og búningana og var síðan bara ánægð með úrslitin.

  3. Anna Sigga says:

    Eitt knús frá mér líka!
    Vonandi hressistu fljótt! Farðu vel með þig! Hvernig leist þér annars svo á úrslitin í söngvakeppninni? Ég er bara sátt. Eiríkur skilaði sínu mjög vel. Velti því samt fyrir mér hvernig Magna hefði gengið. Mér sýndist Friðrik Ómar vera hálf svekktur með annað sætið en það var kannski missýning.

  4. Ragna says:

    Bara ánægð.
    Þakka þér fyrir kveðjuna Anna mín. Ég er nú að verða hress svo vonandi er þetta búið.
    Ég er ánægð með Eirík Hauksson, hann er kröftugur og öruggur með sig. Sjálfsagt voru margir skúffaðir en þeir verða bara að segja að það gangi betur næst.

  5. afi says:

    Vorkun
    Það fer ekki hjá því að afi vorkenni þér agnar pínu smá. Vona að þú hressist fljótt og vel. Ætli þessi úrslit séu ekki skásti kosturinn eftir allt? Eiríkur Hauksson stendur örugglega fyrir sínu.

  6. Jóhanna says:

    Falleg blóm
    Sæl Ragna

    Langaði að senda þér kveðju og vona að þér sé batnað. Farðu vel með þig!

    Kær kveðja Jóhanna

Skildu eftir svar